Rómverjar höfðu betur gegn Porto

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Roma fagna marki.
Leikmenn Roma fagna marki. Vísir/Getty

Roma er með eins marks forystu á Porto fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á heimavelli í kvöld.

Unglingurinn Nicolo Zaniolo skoraði bæði mörk Roma sem vann 2-1 á Ítalíu. Bæði mörkin komu eftir undirbúning Edin Dzeko, hann átti stoðsendingu í fyrra markinu en það seinna kom þegar Zaniolo fylgdi eftir stangarskoti Bosníumannsins.

Porto náði sér í mikilvægt útivallarmark á 79. mínútu leiksins, en öll mörkin þrjú komu á níu marka kafla í seinni hálfleiknum.

Þetta var fyrsti tapleikur Porto eftir 27 leiki í röð án taps. Liðin mætast öðru sinni þann 6. mars í Portúgal.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.