Viðskipti innlent

Ugla í auglýsingarnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ugla við tökur á Ófærð.
Ugla við tökur á Ófærð. Lilja Jónsdóttir

Ugla Hauksdóttir leikstjóri er gengin til liðs við framleiðslufyrirtækið SNARK sem sérhæfir sig í auglýsingaframleiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SNARK.

Ugla menntaði sig hjá Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Hún var valin besti kvenleikstjórinn af Directors Guild of America fyrir stuttmyndina How far she went. Auk þess hefur Ugla leikstýrt tónlistarmyndböndum „sem hafa hlotið mikið lof fyrir fagurfræði og stíleinkenni.“ 

Undanfarið hefur Ugla einnig starfað á Íslandi. Hún nýkominn frá því að leikstýra í þáttaröðinni Ófærð 2 sem er í sýningu á RÚV. 

Nú stefnir Ugla á að vinna með íslenskum fyrirtækjum í auglýsingagerð og verður í samstarfi með SNARK framleiðslufyrirtæki sem hefur verið áberandi í íslenskri auglýsingaframleiðslu um nokkurt skeið.

„Ég hef hugsað til íslenska auglýsingamarkaðsins í nokkurn tíma núna og er mjög spennt að vinna með íslenskum fyrirtækjum í þeirra herferðum,“ segir Ugla í tilkynningunni.

„Við höfum fylgst með Uglu lengi og það er útséð að Ugla er ein af hæfileikaríkustu leikstjórum í dag, og við hlökkum mikið til komandi missera,“ segir Ólafur Páll Torfason, framkvæmdastjóri SNARK.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.