Viðskipti innlent

Páll Björgvin nýr framkvæmdastjóri SSH

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Páll Björgvin Guðmundsson var bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Páll Björgvin Guðmundsson var bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Páll Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SSH, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Páll er viðskiptafræðingur að mennt og með MBA-gráðu. Hann var bæjarstjóri í Fjarðarbyggð árin 2010 til 2018 og fjármálastjóri sama sveitarfélags í fjögur ár.

Auk þess hefur Páll starfað sem útibússtjóri hjá Íslandsbanka, forstöðumaður hjá Landsbankanum og hefur fjölbreytta reynslu af verkefnum og stjórnarsetu á vettvangi sveitarfélaga. Páll tekur við framkvæmdastjórn SSH af Páli Guðjónssyni sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tíu ár.

Fram kemur í tilkynningu frá SSH að umsækjendur um starfið hafi verið 33 talsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.