Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2019 20:15 Kristófer Acox, leikmaður KR í Dominos-deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins gegn Tindastól í Síkinu í gærkvöldi. Kristófer greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni skömmu eftir leik og hefur málið, eðlilega, vakið mikil viðbrögð í körfuboltasamfélaginu. „Þetta kemur af svölunum fyrir ofan bekkinn okkar. Ég sá ekkert hver þetta var en maður heyrir þetta,“ sagði Kristófer í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Maður reynir að hlusta ekki á hvað áhorfendurnir í hinum liðunum eru að segja en þegar maður heyrir eitthvað persónulegt tekur maður því nærri sér,“ en hvað sagði viðkomandi? „Hann segir við Inga að taka mig útaf og setja mig í apabúrið eða eitthvað svona rugl.“ Kristófer segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta gerist fyrir hann, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. „Ég hef aldrei lent í svona veseni sem betur fer og ég hef oft verið spurður að því hvort að þetta væri eitthvað sem ég hafði sloppið við. Ég hef alltaf getað svarað því játandi svo það er mjög leiðinlegt að heyra þetta núna og hvað þá 2019.“ „Það kom ekki fram í því sem ég setti á netið en formaður Tindastóls kom til mín strax eftir leik og baðst afsökunar fyrir hönd félagsins,“ sagði Kristófer og bætti við að lokum: „Það er erfiðara að gleyma þessu en öðru en þeir brugðust vel við og komu beint til mín. Ég hef ekkert út á þá að setja,“ sagði Kristófer um viðbrögð Stólanna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Kristófer Acox, leikmaður KR í Dominos-deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins gegn Tindastól í Síkinu í gærkvöldi. Kristófer greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni skömmu eftir leik og hefur málið, eðlilega, vakið mikil viðbrögð í körfuboltasamfélaginu. „Þetta kemur af svölunum fyrir ofan bekkinn okkar. Ég sá ekkert hver þetta var en maður heyrir þetta,“ sagði Kristófer í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Maður reynir að hlusta ekki á hvað áhorfendurnir í hinum liðunum eru að segja en þegar maður heyrir eitthvað persónulegt tekur maður því nærri sér,“ en hvað sagði viðkomandi? „Hann segir við Inga að taka mig útaf og setja mig í apabúrið eða eitthvað svona rugl.“ Kristófer segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta gerist fyrir hann, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. „Ég hef aldrei lent í svona veseni sem betur fer og ég hef oft verið spurður að því hvort að þetta væri eitthvað sem ég hafði sloppið við. Ég hef alltaf getað svarað því játandi svo það er mjög leiðinlegt að heyra þetta núna og hvað þá 2019.“ „Það kom ekki fram í því sem ég setti á netið en formaður Tindastóls kom til mín strax eftir leik og baðst afsökunar fyrir hönd félagsins,“ sagði Kristófer og bætti við að lokum: „Það er erfiðara að gleyma þessu en öðru en þeir brugðust vel við og komu beint til mín. Ég hef ekkert út á þá að setja,“ sagði Kristófer um viðbrögð Stólanna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55
Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00