Viðskipti innlent

Hrun hjá Icelandair í Kauphöllinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. Vísir/Jói K

Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað töluvert í morgun og þegar þetta er skrifað nemur lækkunin um 14 prósent miðað við sem var þegar lokað var fyrir viðskipti á marköðum í gær. Viðskipti með bréf félagsins nema 93 milljónum króna það sem af er degi.

Lækkunin kemur í kjölfar tilkynningar sem birt var í gær þar sem fram kom að Icelandair hefði tapað 6,7 milljörðum króna á síðasta ári. Ástæðan var sögð samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikil hækkun á eldsneytisverði.

Þá hafi breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins til viðbótar við ójafnvægi í leiðarkerfi haft neikvæð áhrif á afkomu flugfélagsins.

Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var um 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í gær ljóst að áfram ríkti óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar myndu eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.