Heimili landsins áfram mun meira í óverðtryggðum húsnæðislánum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Heimilin verja sig gagnvart verðbólgunni. Fréttablaðið/Anton Brink Ný óverðtryggð lán viðskiptabankanna til heimila landsins, með veði í húsnæði, námu 10,6 milljörðum króna umfram uppgreiðslur í desember síðastliðnum á sama tíma og ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru aðeins 318 milljónir króna umfram uppgreiðslur. Þetta sýna nýjar tölur Seðlabanka Íslands sem eru byggðar á upplýsingum frá bönkunum. Mikil umskipti hafa orðið í lánabókum bankanna undanfarna mánuði, sér í lagi frá haustmánuðum síðasta árs, en þannig lánuðu bankarnir óverðtryggð lán til heimila, með veði í íbúð, fyrir samtals 35,2 milljarða króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2018, þegar tillit hefur verið tekið til uppgreiðslna. Til samanburðar námu ný verðtryggð húsnæðislán bankanna til heimila aðeins 2,0 milljörðum króna umfram uppgreiðslur á sama tímabili. Drógust verðtryggð húsnæðislán bankanna saman um tæpan einn milljarð í nóvember en það var í fyrsta sinn í tæp fjögur ár sem uppgreiðslur reyndust hærri en nýjar lántökur. Sé litið til alls síðasta árs voru ný óverðtryggð lán bankanna til heimila, með veði í íbúð, samtals tæplega 88 milljarðar króna umfram uppgreiðslur á meðan ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru alls 57 milljarðar króna umfram uppgreiðslur. Til samanburðar námu óverðtryggðu húsnæðislánin 24 milljörðum króna og verðtryggðu lánin 93 milljörðum króna umfram uppgreiðslur árið 2017. Sem kunnugt er var met slegið í nóvembermánuði í fyrra þegar bankanir lánuðu óverðtryggð lán til heimila, með veði í íbúðarhúsnæði, fyrir 14,3 milljarða króna, að teknu tilliti til uppgreiðslna. Vextir á óverðtryggðum lánum í bönkunum hafa hækkað verulega undanfarið, samfara aukinni ásókn heimila í slík lán, og umtalsvert umfram hækkun stýrivaxta. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Ný óverðtryggð lán viðskiptabankanna til heimila landsins, með veði í húsnæði, námu 10,6 milljörðum króna umfram uppgreiðslur í desember síðastliðnum á sama tíma og ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru aðeins 318 milljónir króna umfram uppgreiðslur. Þetta sýna nýjar tölur Seðlabanka Íslands sem eru byggðar á upplýsingum frá bönkunum. Mikil umskipti hafa orðið í lánabókum bankanna undanfarna mánuði, sér í lagi frá haustmánuðum síðasta árs, en þannig lánuðu bankarnir óverðtryggð lán til heimila, með veði í íbúð, fyrir samtals 35,2 milljarða króna á síðustu þremur mánuðum ársins 2018, þegar tillit hefur verið tekið til uppgreiðslna. Til samanburðar námu ný verðtryggð húsnæðislán bankanna til heimila aðeins 2,0 milljörðum króna umfram uppgreiðslur á sama tímabili. Drógust verðtryggð húsnæðislán bankanna saman um tæpan einn milljarð í nóvember en það var í fyrsta sinn í tæp fjögur ár sem uppgreiðslur reyndust hærri en nýjar lántökur. Sé litið til alls síðasta árs voru ný óverðtryggð lán bankanna til heimila, með veði í íbúð, samtals tæplega 88 milljarðar króna umfram uppgreiðslur á meðan ný verðtryggð húsnæðislán til heimilanna voru alls 57 milljarðar króna umfram uppgreiðslur. Til samanburðar námu óverðtryggðu húsnæðislánin 24 milljörðum króna og verðtryggðu lánin 93 milljörðum króna umfram uppgreiðslur árið 2017. Sem kunnugt er var met slegið í nóvembermánuði í fyrra þegar bankanir lánuðu óverðtryggð lán til heimila, með veði í íbúðarhúsnæði, fyrir 14,3 milljarða króna, að teknu tilliti til uppgreiðslna. Vextir á óverðtryggðum lánum í bönkunum hafa hækkað verulega undanfarið, samfara aukinni ásókn heimila í slík lán, og umtalsvert umfram hækkun stýrivaxta.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira