Þetta verður áttunda serían sem fer í loftið af þessum vinsælustu þáttum heims. Fyrir þá sem hafa fylgst með þessum sjö þáttaröðum vita að þættirnir eru teknir upp um heim allan. Tökustaðirnir eru margir hverjir ótrúlega fallegir og hafa þættirnir meðal annars verið teknir upp hér á landi.
Á vefsíðunni Mental Floss er búið að taka saman tíu vinsælustu tökustaði Game Of Thrones sem rata á Instagram. Þar kemur Ísland við sögu og erum við í 7. og 8. sætinu.
Í sjöunda sæti er Vatnajökull og í 8. sæti er það Þingvellir.
Hér má sjá listann í heild sinni en vinsælasti staðurinn til að birta mynd á Instagram er þjóðgarðurinn Krka í Króatíu.