Eldsneytissala Costco hæst allra í Íslensku ánægjuvoginni Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 16:28 Fréttablaðið/Ernir Viðskiptavinir eldsneytissölu Costco eru þeir ánægðustu á Íslandi en Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2018. Costco var hins vegar ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði, eða þriðju lægstu einkunn í flokknum. Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. Handhafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2018.Mynd/Íslenska ánægjuvogin Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 29 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Líkt og undanfarin fimm ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein. Í ár var afhent viðurkenning á fimm mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 82,3 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 75,8 á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR fengu 73,6 stig á smásölumarkaði, BYKO fékk 68,9 á byggingavörumarkaði og Icelandair fékk 75,4 á flugmarkaði. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Zenter rannsóknir um framkvæmd. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru tryggingafélög, raforkusölur, matvörumarkaður og bankamarkaður. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan. Mynd/Íslenska ánægjuvogin Costco Neytendur Benín Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Viðskiptavinir eldsneytissölu Costco eru þeir ánægðustu á Íslandi en Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2018. Costco var hins vegar ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði, eða þriðju lægstu einkunn í flokknum. Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. Handhafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2018.Mynd/Íslenska ánægjuvogin Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 29 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Líkt og undanfarin fimm ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein. Í ár var afhent viðurkenning á fimm mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 82,3 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 75,8 á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR fengu 73,6 stig á smásölumarkaði, BYKO fékk 68,9 á byggingavörumarkaði og Icelandair fékk 75,4 á flugmarkaði. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Zenter rannsóknir um framkvæmd. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru tryggingafélög, raforkusölur, matvörumarkaður og bankamarkaður. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan. Mynd/Íslenska ánægjuvogin
Costco Neytendur Benín Íslenska ánægjuvogin Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira