Viðskipti innlent

Eldsneytissala Costco hæst allra í Ís­lensku ánægjuvoginni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fréttablaðið/Ernir

Viðskiptavinir eldsneytissölu Costco eru þeir ánægðustu á Íslandi en Costco eldsneyti var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Íslensku ánægjuvoginni fyrir árið 2018. Costco var hins vegar ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði, eða þriðju lægstu einkunn í flokknum. Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 voru kynntar í dag í tuttugasta skiptið. 

Handhafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2018.Mynd/Íslenska ánægjuvogin

Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 29 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Líkt og undanfarin fimm ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein.



Í ár var afhent viðurkenning á fimm mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 82,3 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 75,8 á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR fengu 73,6 stig á smásölumarkaði, BYKO fékk 68,9 á byggingavörumarkaði og Icelandair fékk 75,4 á flugmarkaði.



Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Zenter rannsóknir um framkvæmd.



Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru tryggingafélög, raforkusölur, matvörumarkaður og bankamarkaður. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan.

Mynd/Íslenska ánægjuvogin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×