Innlendir framleiðendur með 41% af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjöt Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2019 21:45 Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84 prósent af öllum svínakjötskvótanum. Heimilt er að flytja inn 1.397 tonn af kjötvörum frá ríkjum ESB tollfrjálst á fyrri helmingi þessa árs. Innlendir kjötframleiðendur fengu 573,5 tonn af kvótanum eða rúmlega 41 prósent. Félag atvinnurekenda tók þetta saman og byggði á tölum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsvifamesti innflytjandinn er Mata en fyrirtækið er í eigum sömu aðila og Matfugl, sem er einn stærsti kjúklingaræktandi landsins og Síld og fiskur sem er stór svínaræktandi og selur afurðir undir vörumerkinu Ali. Aðrir innflytjendur úr hópi kjúklinga- og svínabænda eru Stjörnugrís og Reykjagarður sem selur afurðir undir vörumerkinu Holta. Þegar tollfrjáls kvóti er flokkaðir eftir tegundum afurða kemur í ljós að innlendir kjötframleiðendur eða afurðastöðvar í landbúnaði flytja inn 22% nautakjötkvótans, 84% af svínakjöti, 37% af alifuglakjöti, 10% af þurrkuðum og reyktum skinkum, 24% af pylsunum og 5% af tollkvóta fyrir eldaða kjötvöru. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi mikli innflutningur bænda og afurðastöðva í íslenskum landbúnaði á erlendu kjöti setji málflutning um ætlaða heilsufarsvá sem fylgi kjötinnflutningi í nýtt ljós. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.„Þetta segir okkur að þeir hafa engar áhyggjur af þeim hræðsluáróðri, leyfi ég mér að segja, sem hefur verið hafður í frammi, um að innflutningur á kjöti geti verið hættulegur heilsu fólks. Þetta er málflutningur sem að forysta Bændasamtakanna og talsmenn sumra afurðastöðva hafa haft í frammi en þarna sýnist mér að forystan segi eitt en félagsmennirnir geri annað. Og það er þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af innflutningi á kjöti hvað varðar heilsu manna og dýra. Það er búið að sýna fram á það og reynsla annarra ríkja, til dæmis frá Noregi, sýnir okkur það líka,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Innlendir kjúklinga- og svínabændur og afurðastöðvar í landbúnaði fengu samtals í sinn hlut rúmlega 41 prósent af tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir kjötvörur, sem úthlutað var fyrir fyrri helming ársins 2019 samkvæmt tollasamningi Íslands og ESB. Bændur og afurðastöðvar flytja inn nærri 84 prósent af öllum svínakjötskvótanum. Heimilt er að flytja inn 1.397 tonn af kjötvörum frá ríkjum ESB tollfrjálst á fyrri helmingi þessa árs. Innlendir kjötframleiðendur fengu 573,5 tonn af kvótanum eða rúmlega 41 prósent. Félag atvinnurekenda tók þetta saman og byggði á tölum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsvifamesti innflytjandinn er Mata en fyrirtækið er í eigum sömu aðila og Matfugl, sem er einn stærsti kjúklingaræktandi landsins og Síld og fiskur sem er stór svínaræktandi og selur afurðir undir vörumerkinu Ali. Aðrir innflytjendur úr hópi kjúklinga- og svínabænda eru Stjörnugrís og Reykjagarður sem selur afurðir undir vörumerkinu Holta. Þegar tollfrjáls kvóti er flokkaðir eftir tegundum afurða kemur í ljós að innlendir kjötframleiðendur eða afurðastöðvar í landbúnaði flytja inn 22% nautakjötkvótans, 84% af svínakjöti, 37% af alifuglakjöti, 10% af þurrkuðum og reyktum skinkum, 24% af pylsunum og 5% af tollkvóta fyrir eldaða kjötvöru. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þessi mikli innflutningur bænda og afurðastöðva í íslenskum landbúnaði á erlendu kjöti setji málflutning um ætlaða heilsufarsvá sem fylgi kjötinnflutningi í nýtt ljós. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.„Þetta segir okkur að þeir hafa engar áhyggjur af þeim hræðsluáróðri, leyfi ég mér að segja, sem hefur verið hafður í frammi, um að innflutningur á kjöti geti verið hættulegur heilsu fólks. Þetta er málflutningur sem að forysta Bændasamtakanna og talsmenn sumra afurðastöðva hafa haft í frammi en þarna sýnist mér að forystan segi eitt en félagsmennirnir geri annað. Og það er þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af innflutningi á kjöti hvað varðar heilsu manna og dýra. Það er búið að sýna fram á það og reynsla annarra ríkja, til dæmis frá Noregi, sýnir okkur það líka,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira