Mikilvægt skref í rétta átt fyrir WOW Air Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2019 18:03 WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“ Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
WOW air hefur náð samkomulagi við fjárfesta, sem keyptu skuldabréf í útboði fyrirtækisins í fyrra, um skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Skilmálabreytingarnar felast meðal annars í því að lengt verður úr skuldabréfunum úr þremur árum í fimm. Þá þurftu skuldabréfaeigendur einnig að gefa eftir veðtryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air og kröfu um að skuldabréfin verði skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Þá þurftu þeir einnig að samþykkja að WOW Air myndi greiða sérstaka árlega stjórnendagreiðslu til Indigo Partners. WOW birti tilkynningu í dag um að meirihluti hefði samþykkt breytingarnar og því næðu þær fram að ganga. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að samkomulagið sé mikilvægt skref í rétta átt til að klára samninginn við Indigo Partners en hann þarf að vera frágenginn fyrir 28. febrúar því ella fellur samkomulag við skuldabréfaeigendur niður.Er enn þá gengið út frá því að Indigo Partners eignist 49% hlut í WOW Air til að byrja með?„Endanlegur samningur liggur ekki fyrir, eigum við ekki að leyfa okkur að klára öll smáatriðin og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Skúli Mogensen. WOW air hefur undanfarið ráðist í margþætta endurskipulagningu á rekstri sem Skúli segir að sé þegar farin að skila árangri. „Lykilatriði í lággjaldastefnunni er að einfalda allan rekstur, taka út allan óþarfa. Jafnframt er lykilatriði að einfalda flotann þannig að hann sé einsleitur, einfalda þjónustuna svo að allir njóti góðs af sama þjónustustiginu. Við erum nú þegar að sjá jákvæð teikn á lofti hvað það varðar.“
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun