Körfubolti

Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kendall er farinn frá Val.
Kendall er farinn frá Val. vísir/bára
Kendall Lamont lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir Val í Dominos-deild karla en Valur er búið að selja hann í frönsku úrvalsdeildina.

Valur hefur komist að samkomulagi við BCM Gravelines-Dunkerque um að selja Lamont til Frakklands en síðasti leikur hans fyrir Val var gegn Haukum í kvöld.

Kendall fór á kostum þann stutta tíma sem hann spilaði með Val. Hann var stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Dominos-deildarinnar meðan hann lék hér á landi.

Hann skoraði rúm 30 stig að meðaltali og gaf níu stoðsendingar en hann lék síðustu sjö leiki Vals fyrir jól og leikurinn í kvöld gegn Haukum var sá áttundi.

„KKD Vals þakkar Kendall Lamont hans framlag í vetur og óskar honum velfarnaðar með BCM Gravelines í Frakklandi á nýju ári,“ segir á Facebook-síðu Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×