Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 23:20 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. arion banki Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem Arion banki sendi til kauphallar í kvöld. Þar eru sérstaklega tilgreindir þrír þættir sem skýra aukið tap á fjórðungnum: „Vegna erfiðra markaðsaðstæðna, m.a. lágs sílikonverðs á heimsmarkaði, niðurfærir Arion banki eignir Stakksbergs um 1,5 milljarð króna. Stakksberg er eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík sem er í söluferli. Unnið hefur verið að undirbúningi sölu verksmiðjunnar m.a. með umhverfismati og nýjum samningum við orkufyrirtæki. Vegna erfiðleika í ferðaþjónustu telur Arion banki ástæðu til að niðurfæra eignir TravelCo um 600 milljónir króna. Frá yfirtöku bankans á rekstri ferðaskrifstofanna sem heyra undir TravelCo hefur undirbúningi og söluferli miðað áfram og stefnt er að sölu þeirra á komandi mánuðum. Auknu tapi í starfsemi Valitor sem er einkum tilkomið vegna kostnaðar við fækkun starfsfólks og skipulagsbreytinga í lok september. Kostnaður við aðgerðirnar nam rúmlega 200 milljónum króna. Áhrif Valitor á aflagða starfsemi og eignir til sölu nema samtals um 900 milljónum króna.“ Þá segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, meðal annars sem snúa að arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Afkoma bankanas fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 30. október næstkomandi. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem Arion banki sendi til kauphallar í kvöld. Þar eru sérstaklega tilgreindir þrír þættir sem skýra aukið tap á fjórðungnum: „Vegna erfiðra markaðsaðstæðna, m.a. lágs sílikonverðs á heimsmarkaði, niðurfærir Arion banki eignir Stakksbergs um 1,5 milljarð króna. Stakksberg er eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík sem er í söluferli. Unnið hefur verið að undirbúningi sölu verksmiðjunnar m.a. með umhverfismati og nýjum samningum við orkufyrirtæki. Vegna erfiðleika í ferðaþjónustu telur Arion banki ástæðu til að niðurfæra eignir TravelCo um 600 milljónir króna. Frá yfirtöku bankans á rekstri ferðaskrifstofanna sem heyra undir TravelCo hefur undirbúningi og söluferli miðað áfram og stefnt er að sölu þeirra á komandi mánuðum. Auknu tapi í starfsemi Valitor sem er einkum tilkomið vegna kostnaðar við fækkun starfsfólks og skipulagsbreytinga í lok september. Kostnaður við aðgerðirnar nam rúmlega 200 milljónum króna. Áhrif Valitor á aflagða starfsemi og eignir til sölu nema samtals um 900 milljónum króna.“ Þá segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, meðal annars sem snúa að arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Afkoma bankanas fyrir þriðja ársfjórðung verður birt 30. október næstkomandi.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Bankastjóri Arion: Búinn að vera þungur rekstur hér síðustu tvö ár Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion, segir uppsagnirnar í morgun hafa verið vel undirbúnar gætt hafi verið nærgætni og virðingar hvívetna. 26. september 2019 15:33