Ríkissjóður Íslands gaf í gær út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, eða að jafnvirði um 71 milljarðs króna. Um er að ræða skuldabréf á hagstæðustu vöxtum í sögu íslenska lýðveldisins.
Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að skuldabréfin bera 0,1% fasta vexti og eru gefin út til 5 ára á ávöxtunarkröfunni 0,122%. Fjárfestar sýndu útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurn um 2,5 milljörðum evra eða ríflega fimmfaldri fjárhæð útgáfunnar. Fjárfestahópurinn samanstendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu. Umsjón útgáfunnar var í höndum Barclays, JP Morgan, Morgan Stanley og Nomura.
„Þessi útgáfa er staðfesting á þeirri viðurkenningu og trausti á þeim árangri sem við höfum náð í ríkisfjármálum og stjórn efnahagsmála á síðustu árum, en ríkissjóður hefur aldrei tekið lán á hagstæðari vöxtum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. „Útgáfan nú er liður í að framfylgja langtímastefnu í lánamálum. Þetta er mikilvægur þáttur í því að bæta markaðsaðgengi innlendra aðila að erlendum lánsfjármörkuðum til lengri tíma og að stórum og fjölbreyttum hópi fjárfesta. Markaðsaðstæður eru hagstæðar um þessar mundir og það er ánægjulegt að festa þessi hagstæðu kjör til næstu fimm ára.“
Hagstæðustu vextir í sögu lýðveldisins
Ari Brynjólfsson skrifar

Mest lesið


Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls
Viðskipti innlent

Festi hagnast umfram væntingar
Viðskipti innlent

Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent

Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur

Gengi Novo Nordisk steypist niður
Viðskipti erlent

Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum
Viðskipti innlent


Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar
Viðskipti innlent

Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent