Fullkomið kvöld hjá Hayward í sigri Boston Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 10:00 Öll skot Hayward í nótt sungu í netinu vísir/getty Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122 NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Gordon Hayward fór á kostum er Boston Celtics hafði betur gegn Indiana Pacers í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Hayward kom inn af varamannabekknum og setti öll níu skotin sín ofan í körfuna og skilaði þremur vítaskotum sem gaf honum 21 stig og hjálpaði Celtics til 117-97 sigurs. Með sigrinum fóru grænir langt með að tryggja sér fjórða sætið í austurdeildinni og heimaleikjarétt í 8-liða úrslitunum en þessi lið berjast um fjórða sætið. Boston er nú einum sigri ofar en Indiana og með betri innbyrðisstöðu þegar aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni. Jason Tatum var stigahæstur í liði Boston með 22 stig, Myles Turner gerði 15 stig fyrir Indiana.@gordonhayward scores 21 PTS on a perfect 9-9 shooting to power the @celtics win at IND! #CUsRisepic.twitter.com/Hfj0rhni9f — NBA (@NBA) April 6, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State unnu sex stiga heimasigur á Cleveland Cavaliers í leik þar sem Stephen Curry færði sig upp í þriðja sæti á stigalista félagsins. Curry skoraði 40 stig fyrir Golden State og er nú þriðji stigahæsti leikmaður Warriors frá upphafi með 16.283 stig. Wilt Chamberlain, 17.783, og Rick Barry, 16.447, eru þeir einu sem eru fyrir ofan hann. Curry skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum og átti sjö stoðsendingar. Golden State komst í 21 stigs forystu en þurfti að halda aftur af áhlaupi Cleveland og endaði leikurinn í 120-114 sigri Warriors. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar síðustu fjögur ár en það var ekki sami glansinn í kringum þennan leik. Golden State er á leið í úrslitakeppnina á ný, þeir sitja á toppi vesturdeildarinnar, en Cleveland á engan möguleika á að komast í úrslitakeppni austurdeildarinnar.40 PTS | 9 3PM | 7 AST | 6 REB@StephenCurry30 and the @warriors improve to 55-24 on the season! #DubNationpic.twitter.com/kwqlOim8bS — NBA (@NBA) April 6, 2019 Denver Nuggets er enn í möguleika á því að taka toppsæti vesturdeildarinnar af Golden State eftir sigur á Portland Trail Blazers. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver og var hársbreidd frá tvöfaldri þrennu með 13 fráköst og níu stoðsendingar. Denver þarf hins vegar að treysta á að Golden State tapi þeim leikjum sem þeir eiga eftir til þess að taka toppsætið, en annað sætið er í höndum Nuggets og það yrði í fyrsta skipti síðan 2009 sem þeir næðu að enda tímabilið í öðru sæti.Nikola Jokic (22 PTS, 13 REB, 9 AST), & @Paulmillsap4 (25 PTS) fuel the @nuggets win over POR! #MileHighBasketballpic.twitter.com/YuaiH6SWwX — NBA (@NBA) April 6, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Toronto Raptors 113-111 Orlando Magic - Atlanta Hawks 149-113 Washington Wizards - San Antonio Spurs 112-129 Indiana Pacers - Boston Celtics 97-117 Houston Rockets - New York Knicks 120-96 Minnesota Timberwolves - Miami Heat 111-109 Oklahoma City Thunder - Detroit Pistons 123-110 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 112-122 Utah Jazz - Sacramento Kings 119-98 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 133-126 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 119-110 Golden State Warriors - Cleveland Cavaliers 120-114 LA Clippers - Los Angeles Lakers 117-122
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira