Kaup eftir þrot ekki tilviljun Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. apríl 2019 07:30 Sveinn Þórarinsson greinandi segir að PAR hljóti að vilja koma manni að í stórn Icelandair. Vísir/vilhelm Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group,“ segir hann. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að viðræður um kaupin hafi tekið örfáa daga og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingarfélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum.“Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum.Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því eflaust muni PAR Capital Management kalla eftir umtalsverðum breytingum eftir erfiða tíma í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna. Viðræður við bandaríska fjárfestingafélagið PAR Capital Management um kaup á 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna gengu hratt fyrir sig. „Þetta gerðist á örfáum dögum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingafélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum,“ segir hann. Að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda hjá Landsbankanum, er það líklega ekki tilviljun að PAR Capital Management skuli fjárfesta eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group. Ef ferðaþjónustan á Íslandi heldur áfram að vaxa munu erlend f lugfélög horfa til þess að fljúga hingað í meira mæli. Það er hægðarleikur fyrir burðug félög að bæta við flugi nokkrum sinnum í viku til Íslands,“ segir hann. Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Bogi Nils segir að það sé traustsyfirlýsing að reyndur fjárfestir í f lugrekstri hafi fjárfest í Icelandair Group og íslenskri ferðaþjónustu. „Við þurfum fjölbreyttari flóru fjárfesta á landinu,“ segir hann. Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því PAR Capital Management gæti kallað eftir breytingum í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„PAR Capital Management hlýtur að vilja mann í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir hafi myndað sér skoðun á hvað þurfi að gera til að koma rekstrinum í rétt horf. Stóra spurningin er að hvað miklu leyti það verður. Sjá þeir tækifæri í hagræðingu, samsetningu flugvélaflotans, frekari vöxt eða í að draga saman seglin um stundarsakir? Kannski eru þeir bara sáttir við sýn og stefnu núverandi stjórnenda. Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Það hefur aðeins skort á að hluthafar hafi skýra framtíðarsýn á rekstur Icelandair Group. Vonandi breytist það með þessum kaupum. Þetta ferli mun taka nokkurn tíma, það á eftir að boða til hluthafafundar og kjósa í stjórn og þá kemur í ljós hvort breytingar verða,“ segir Sveinn. Bogi Nils segir að ekki hafi verið rætt um hvað þurfi að bæta í rekstri Icelandair Group. „Ég tel að þeir væru ekki að fjárfesta í fyrirtækinu ef þeir hefðu ekki trú á því sem við erum að gera; viðskiptamódelinu, stjórnendahópnum og svo framvegis.“ PAR Capital Management mun leggja Icelandair Group til 5,6 milljarða króna af nýju hlutafé. Kaupverðið samsvarar meðal dagsloka gengi síðustu þriggja mánaða. Icelandair Group mun boða til hluthafafundar sem haldinn verður 24. apríl. Bogi Nils segir að það sé verið að styrkja efnahag Icelandair Group „til að takast á við tækifærin sem eru á borðinu“. Efnahagurinn þurfi að vera burðugur til að mæta óvæntum áföllum sem ekki sé hægt að hafa stjórn á. Á aðalfundi Icelandair Group í mars kom fram að það komi til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Ice landair Hotels vel og það verði ekki frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu. Bogi Nils segir að nú hafi orðið verulegar breytingar á samkeppnisumhverfinu. „Það er ekki síst þess vegna sem við erum að fara í hlutafjáraukningu,“ segir hann Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group,“ segir hann. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að viðræður um kaupin hafi tekið örfáa daga og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingarfélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum.“Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum.Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því eflaust muni PAR Capital Management kalla eftir umtalsverðum breytingum eftir erfiða tíma í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna. Viðræður við bandaríska fjárfestingafélagið PAR Capital Management um kaup á 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna gengu hratt fyrir sig. „Þetta gerðist á örfáum dögum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingafélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum,“ segir hann. Að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda hjá Landsbankanum, er það líklega ekki tilviljun að PAR Capital Management skuli fjárfesta eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group. Ef ferðaþjónustan á Íslandi heldur áfram að vaxa munu erlend f lugfélög horfa til þess að fljúga hingað í meira mæli. Það er hægðarleikur fyrir burðug félög að bæta við flugi nokkrum sinnum í viku til Íslands,“ segir hann. Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Bogi Nils segir að það sé traustsyfirlýsing að reyndur fjárfestir í f lugrekstri hafi fjárfest í Icelandair Group og íslenskri ferðaþjónustu. „Við þurfum fjölbreyttari flóru fjárfesta á landinu,“ segir hann. Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því PAR Capital Management gæti kallað eftir breytingum í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„PAR Capital Management hlýtur að vilja mann í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir hafi myndað sér skoðun á hvað þurfi að gera til að koma rekstrinum í rétt horf. Stóra spurningin er að hvað miklu leyti það verður. Sjá þeir tækifæri í hagræðingu, samsetningu flugvélaflotans, frekari vöxt eða í að draga saman seglin um stundarsakir? Kannski eru þeir bara sáttir við sýn og stefnu núverandi stjórnenda. Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Það hefur aðeins skort á að hluthafar hafi skýra framtíðarsýn á rekstur Icelandair Group. Vonandi breytist það með þessum kaupum. Þetta ferli mun taka nokkurn tíma, það á eftir að boða til hluthafafundar og kjósa í stjórn og þá kemur í ljós hvort breytingar verða,“ segir Sveinn. Bogi Nils segir að ekki hafi verið rætt um hvað þurfi að bæta í rekstri Icelandair Group. „Ég tel að þeir væru ekki að fjárfesta í fyrirtækinu ef þeir hefðu ekki trú á því sem við erum að gera; viðskiptamódelinu, stjórnendahópnum og svo framvegis.“ PAR Capital Management mun leggja Icelandair Group til 5,6 milljarða króna af nýju hlutafé. Kaupverðið samsvarar meðal dagsloka gengi síðustu þriggja mánaða. Icelandair Group mun boða til hluthafafundar sem haldinn verður 24. apríl. Bogi Nils segir að það sé verið að styrkja efnahag Icelandair Group „til að takast á við tækifærin sem eru á borðinu“. Efnahagurinn þurfi að vera burðugur til að mæta óvæntum áföllum sem ekki sé hægt að hafa stjórn á. Á aðalfundi Icelandair Group í mars kom fram að það komi til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Ice landair Hotels vel og það verði ekki frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu. Bogi Nils segir að nú hafi orðið verulegar breytingar á samkeppnisumhverfinu. „Það er ekki síst þess vegna sem við erum að fara í hlutafjáraukningu,“ segir hann
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira