Stoðir með næstum eitt prósent í Högum Hörður Ægisson skrifar 19. júní 2019 09:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Þá fengu Stoðir einnig afhent bréf í Eimskip, sem jafngilda um 0,5 prósenta hlut í félaginu, í tengslum við nýafstaðið forgangsréttarútboð þar sem hluthafar fjárfestingafélagsins lögðu því til samtals rúmlega 3.650 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir á stjórnarfundi Stoða þann 16. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, lögðu hluthafar því til annars vegar reiðufé að fjárhæð samtals 651 milljón króna og hins vegar með afhendingu bréfa í skráðum félögum sem voru metin á samanlagt um þrjá milljarða króna. Þar munaði mestu um, eins og áður hefur verið upplýst, að eignarhaldsfélagið S121, stærsti hluthafi Stoða með um 65 prósenta hlut í dag, lagði félaginu til um 2,2 milljarða króna í nýtt hlutafé með afhendingu á bréfum í TM, sem jafngildir tæplega tíu prósenta hlut í tryggingafélaginu. Samtals skráði S121, sem er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns TM, Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM, sig fyrir nýju hlutafé í Stoðum fyrir samtals 2,7 milljarða króna en auk bréfa í TM lagði félagið fram reiðufé að fjárhæð um 482 milljónir króna. Í fyrrnefndri skýrslu kemur auk þess fram að hluthafar Stoða hafi afhent félaginu bréf í tryggingafélaginu VÍS, sem eru metin á um 160 milljónir króna, eða sem nemur 0,5 prósenta hlut í félaginu, og einnig tæplega 4,8 milljónir hluta að nafnvirði í Skeljungi, jafnvirði 40 milljóna króna miðað við núverandi gengi. Stærstu hluthafar Stoða, fyrir utan S121, eru Arion banki með liðlega 20 prósenta hlut, Landsbankinn fer með um 15 prósenta hlut og þá eiga ýmsir lífeyrissjóðir lítinn hlut í félaginu. Eigið fé Stoða, sem fjárfesti í Arion banka og Símanum fyrir skemmstu fyrir samtals um níu milljarða, er eftir hlutafjáraukninguna um 22 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Reiknaðu skuldaleiðréttinguna þína hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjárfestingafélagið Stoðir eignaðist um 0,7 prósenta hlut í smásölurisanum Högum í lok síðasta mánaðar, jafnvirði um 350 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í félaginu. Þá fengu Stoðir einnig afhent bréf í Eimskip, sem jafngilda um 0,5 prósenta hlut í félaginu, í tengslum við nýafstaðið forgangsréttarútboð þar sem hluthafar fjárfestingafélagsins lögðu því til samtals rúmlega 3.650 milljónir króna í nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í skýrslu sem var lögð fyrir á stjórnarfundi Stoða þann 16. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, lögðu hluthafar því til annars vegar reiðufé að fjárhæð samtals 651 milljón króna og hins vegar með afhendingu bréfa í skráðum félögum sem voru metin á samanlagt um þrjá milljarða króna. Þar munaði mestu um, eins og áður hefur verið upplýst, að eignarhaldsfélagið S121, stærsti hluthafi Stoða með um 65 prósenta hlut í dag, lagði félaginu til um 2,2 milljarða króna í nýtt hlutafé með afhendingu á bréfum í TM, sem jafngildir tæplega tíu prósenta hlut í tryggingafélaginu. Samtals skráði S121, sem er meðal annars í eigu Jóns Sigurðssonar, stjórnarformanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns TM, Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM, sig fyrir nýju hlutafé í Stoðum fyrir samtals 2,7 milljarða króna en auk bréfa í TM lagði félagið fram reiðufé að fjárhæð um 482 milljónir króna. Í fyrrnefndri skýrslu kemur auk þess fram að hluthafar Stoða hafi afhent félaginu bréf í tryggingafélaginu VÍS, sem eru metin á um 160 milljónir króna, eða sem nemur 0,5 prósenta hlut í félaginu, og einnig tæplega 4,8 milljónir hluta að nafnvirði í Skeljungi, jafnvirði 40 milljóna króna miðað við núverandi gengi. Stærstu hluthafar Stoða, fyrir utan S121, eru Arion banki með liðlega 20 prósenta hlut, Landsbankinn fer með um 15 prósenta hlut og þá eiga ýmsir lífeyrissjóðir lítinn hlut í félaginu. Eigið fé Stoða, sem fjárfesti í Arion banka og Símanum fyrir skemmstu fyrir samtals um níu milljarða, er eftir hlutafjáraukninguna um 22 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Reiknaðu skuldaleiðréttinguna þína hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45
Stoðir lánuðu GAMMA einn milljarð króna Fjárfestingafélagið veitti GAMMA lán til nokkurra mánaða til að bæta lausafjárstöðuna á meðan viðræður stóðu yfir við Kviku. GAMMA þurfti að greiða Stoðum um 150 milljónir í þóknun vegna lánsins. 19. júní 2019 08:15