Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:59 Ferðamenn á rölti um Reykjavík á þriðjudag, þegar mesta óveðrið gekk yfir. Vísir/vilhelm Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun Kínverja og Japana; kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 47,5 prósent frá fyrra ári á meðan Japöpunum fjölgaði um næstum 64 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, þar sem bent er á að þessi aukning kemur í kjölfar 15 prósent fjölgunar í sama hópi í október. „Það hefur verið fremur regla en undantekning að Asíubúum hafi farið fjölgandi á þessu ári en einungis eru tveir mánuðir þar sem þeim fækkaði milli ára en þetta var í september og apríl,“ eins og þar segir. Þessi fjölgun hefur vegið upp á móti færri heimsóknum annarra ferðamanna. Sé litið til brottfara erlendra ferðamanna frá Leifsstöð fækkaði þeim um 11,6 prósent milli nóvembermánaða, sem er minnsta fækkun sem greinst hefur síðan WOW air fór í þrot í lok mars. Til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4 prósentum í október og 20,7 prósentum í september. Frökkum fjölgar, Kanar hverfa Mesta fækkunin hefur verið í hópi ferðamanna frá Norður-Ameríku, sem skýrist hvað helst af minna framboði flugsæta til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Hlutdeild WOW í Norður-Ameríkuflugi var enda meiri en hlutdeild þess í flugi milli Íslands og Evrópu. Brottförum Bandaríkjamanna frá Leifsstöð fækkaði um 40 prósent milli nóvembermánaða og Kanadamanna um 50 prósent. „Þrír af hverjum 10 ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra voru Bandaríkjamenn og skýrir mikil fækkun þeirra á þessu ári því megnið af heildarfækkun erlendra ferðamanna á þessu ári,“ segir í Hagsjánni til skýringar. Evrópumönnum, að frátöldum Skandinövum, fjölgaði þó lítillega í Leifsstöð á milli ára. Fjölgun þeirra nam 2,5 prósentum í nóvember og skýrist það af fleiri Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum en fjölgunin hjá þessum þjóðum nam á bilinu 20,1 til 47,6 prósentum. Nánar um þróunina í Hagsjá Landsbankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun Kínverja og Japana; kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 47,5 prósent frá fyrra ári á meðan Japöpunum fjölgaði um næstum 64 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, þar sem bent er á að þessi aukning kemur í kjölfar 15 prósent fjölgunar í sama hópi í október. „Það hefur verið fremur regla en undantekning að Asíubúum hafi farið fjölgandi á þessu ári en einungis eru tveir mánuðir þar sem þeim fækkaði milli ára en þetta var í september og apríl,“ eins og þar segir. Þessi fjölgun hefur vegið upp á móti færri heimsóknum annarra ferðamanna. Sé litið til brottfara erlendra ferðamanna frá Leifsstöð fækkaði þeim um 11,6 prósent milli nóvembermánaða, sem er minnsta fækkun sem greinst hefur síðan WOW air fór í þrot í lok mars. Til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4 prósentum í október og 20,7 prósentum í september. Frökkum fjölgar, Kanar hverfa Mesta fækkunin hefur verið í hópi ferðamanna frá Norður-Ameríku, sem skýrist hvað helst af minna framboði flugsæta til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Hlutdeild WOW í Norður-Ameríkuflugi var enda meiri en hlutdeild þess í flugi milli Íslands og Evrópu. Brottförum Bandaríkjamanna frá Leifsstöð fækkaði um 40 prósent milli nóvembermánaða og Kanadamanna um 50 prósent. „Þrír af hverjum 10 ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra voru Bandaríkjamenn og skýrir mikil fækkun þeirra á þessu ári því megnið af heildarfækkun erlendra ferðamanna á þessu ári,“ segir í Hagsjánni til skýringar. Evrópumönnum, að frátöldum Skandinövum, fjölgaði þó lítillega í Leifsstöð á milli ára. Fjölgun þeirra nam 2,5 prósentum í nóvember og skýrist það af fleiri Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum en fjölgunin hjá þessum þjóðum nam á bilinu 20,1 til 47,6 prósentum. Nánar um þróunina í Hagsjá Landsbankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira