Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:59 Ferðamenn á rölti um Reykjavík á þriðjudag, þegar mesta óveðrið gekk yfir. Vísir/vilhelm Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun Kínverja og Japana; kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 47,5 prósent frá fyrra ári á meðan Japöpunum fjölgaði um næstum 64 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, þar sem bent er á að þessi aukning kemur í kjölfar 15 prósent fjölgunar í sama hópi í október. „Það hefur verið fremur regla en undantekning að Asíubúum hafi farið fjölgandi á þessu ári en einungis eru tveir mánuðir þar sem þeim fækkaði milli ára en þetta var í september og apríl,“ eins og þar segir. Þessi fjölgun hefur vegið upp á móti færri heimsóknum annarra ferðamanna. Sé litið til brottfara erlendra ferðamanna frá Leifsstöð fækkaði þeim um 11,6 prósent milli nóvembermánaða, sem er minnsta fækkun sem greinst hefur síðan WOW air fór í þrot í lok mars. Til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4 prósentum í október og 20,7 prósentum í september. Frökkum fjölgar, Kanar hverfa Mesta fækkunin hefur verið í hópi ferðamanna frá Norður-Ameríku, sem skýrist hvað helst af minna framboði flugsæta til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Hlutdeild WOW í Norður-Ameríkuflugi var enda meiri en hlutdeild þess í flugi milli Íslands og Evrópu. Brottförum Bandaríkjamanna frá Leifsstöð fækkaði um 40 prósent milli nóvembermánaða og Kanadamanna um 50 prósent. „Þrír af hverjum 10 ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra voru Bandaríkjamenn og skýrir mikil fækkun þeirra á þessu ári því megnið af heildarfækkun erlendra ferðamanna á þessu ári,“ segir í Hagsjánni til skýringar. Evrópumönnum, að frátöldum Skandinövum, fjölgaði þó lítillega í Leifsstöð á milli ára. Fjölgun þeirra nam 2,5 prósentum í nóvember og skýrist það af fleiri Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum en fjölgunin hjá þessum þjóðum nam á bilinu 20,1 til 47,6 prósentum. Nánar um þróunina í Hagsjá Landsbankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun Kínverja og Japana; kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 47,5 prósent frá fyrra ári á meðan Japöpunum fjölgaði um næstum 64 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, þar sem bent er á að þessi aukning kemur í kjölfar 15 prósent fjölgunar í sama hópi í október. „Það hefur verið fremur regla en undantekning að Asíubúum hafi farið fjölgandi á þessu ári en einungis eru tveir mánuðir þar sem þeim fækkaði milli ára en þetta var í september og apríl,“ eins og þar segir. Þessi fjölgun hefur vegið upp á móti færri heimsóknum annarra ferðamanna. Sé litið til brottfara erlendra ferðamanna frá Leifsstöð fækkaði þeim um 11,6 prósent milli nóvembermánaða, sem er minnsta fækkun sem greinst hefur síðan WOW air fór í þrot í lok mars. Til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4 prósentum í október og 20,7 prósentum í september. Frökkum fjölgar, Kanar hverfa Mesta fækkunin hefur verið í hópi ferðamanna frá Norður-Ameríku, sem skýrist hvað helst af minna framboði flugsæta til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Hlutdeild WOW í Norður-Ameríkuflugi var enda meiri en hlutdeild þess í flugi milli Íslands og Evrópu. Brottförum Bandaríkjamanna frá Leifsstöð fækkaði um 40 prósent milli nóvembermánaða og Kanadamanna um 50 prósent. „Þrír af hverjum 10 ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra voru Bandaríkjamenn og skýrir mikil fækkun þeirra á þessu ári því megnið af heildarfækkun erlendra ferðamanna á þessu ári,“ segir í Hagsjánni til skýringar. Evrópumönnum, að frátöldum Skandinövum, fjölgaði þó lítillega í Leifsstöð á milli ára. Fjölgun þeirra nam 2,5 prósentum í nóvember og skýrist það af fleiri Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum en fjölgunin hjá þessum þjóðum nam á bilinu 20,1 til 47,6 prósentum. Nánar um þróunina í Hagsjá Landsbankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira