Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júní 2019 06:15 Hlutabréf í Marel hafa hækkað um 55 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/EPA Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs. Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum. Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins. Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna. Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta. Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Markaðir Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs. Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum. Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs. Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins. Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018. Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna. Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta. Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum. Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Markaðir Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira