Innlent

Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Leit hefur staðið yfir að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla síðan mygla fannst í skólanum.
Leit hefur staðið yfir að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla síðan mygla fannst í skólanum. Vísir/vilhelm

Starf Fossvogsskóla, sem hefur verið lokað fram á næsta skólaár vegna myglu í húsnæði skólans, mun fara fram í Laugardal fram að sumarleyfi.  



Foreldrum nemenda í skólans, grunnskóla sem þjónustar nemendur frá fyrsta upp í sjöunda bekk, barst í dag póstur frá Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra skólans, þar sem þetta kemur fram.



Kennsla annars og þriðja bekkjar mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns á meðan skólastarf fjórða til sjöunda bekkjar mun fara fram í húsnæði KSÍ á Laugardalsvelli.



Fyrsta bekk verður svo kennt áfram í Fossvogi, nánar tiltekið Útlandi, sem er skólastofnun á lóð Fossvogsskóla.



Nemendur koma til með að ferðast úr Fossvoginum í Laugardalinn með rútum sem sækja þá við Víkingsheimilið. Foreldrum verða veittar frekari upplýsingar á foreldrafundi eftir helgi. Þar verður farið yfir fyrirkomulag skólastarfsins og aksturs í og úr Laugardalnum.


Tengdar fréttir

Rýma skóla að hluta til

Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×