FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 06:30 Urður Gunnarsdóttir er forstjóri FME. Vísir/ÞÞ „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við Markaðinn. Ísland er sem kunnugt er komið á gráan lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma því í lag sem FATF hefur sett út á. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið hafi staðið vaktina hvað þetta varðar, þótt alltaf megi gera betur og því verði niðurstaða FATF ekki sérstaklega rakin til aðgerðaleysis af hálfu stofnunarinnar. „Við getum alltaf gert betur en það er ekkert sem við erum að naga okkur í handarbökin yfir, síður en svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið. Því er þó ekki að neita að ábendingar FATF hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu misseri. Við höfum til að mynda lagt meira í vettvangsathuganir sem beinast sérstaklega að aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Unnur var á meðal þeirra fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund FATF í París í síðustu viku þar sem ákvörðunin var tekin. Hún segir að mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning. „Mér fannst margir tjá sig um, og gera það af sannfæringu, að Ísland væri ekki ógn við fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti í heiminum, og þetta væru of harðar aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri einfaldlega niðurstaðan eftir hlutlægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég held að það hafi ekki verið margir á þessum fundi sannfærðir um að við værum ósamvinnuþýtt ríki í þessum efnum, eða að heimsbyggðinni stæði ógn af okkur. En við erum að súpa seyðið af því hvað við komum illa út úr úttektinni 2017.“ Spurð hvort FME þurfi að róa erlendar stofnanir vegna niðurstöðunnar svarar Unnur að hún viti ekki til að það sé sérstök þörf á því. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða afleiðingarnar ekki skelfilegar. Það geta komið upp ófyrirséð vandamál á einhverjum sviðum en aðallega hefur þetta að gera með áreiðanleikakannanir þegar stofnað er til viðskipta erlendis. Þá þarf að fara fram svokölluð aukin áreiðanleikakönnum sem þýðir að ferlið getur verið fyrirhafnarmeira en ella,“ segir Unnur. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
„Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við Markaðinn. Ísland er sem kunnugt er komið á gráan lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma því í lag sem FATF hefur sett út á. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið hafi staðið vaktina hvað þetta varðar, þótt alltaf megi gera betur og því verði niðurstaða FATF ekki sérstaklega rakin til aðgerðaleysis af hálfu stofnunarinnar. „Við getum alltaf gert betur en það er ekkert sem við erum að naga okkur í handarbökin yfir, síður en svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið. Því er þó ekki að neita að ábendingar FATF hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu misseri. Við höfum til að mynda lagt meira í vettvangsathuganir sem beinast sérstaklega að aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Unnur var á meðal þeirra fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund FATF í París í síðustu viku þar sem ákvörðunin var tekin. Hún segir að mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning. „Mér fannst margir tjá sig um, og gera það af sannfæringu, að Ísland væri ekki ógn við fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti í heiminum, og þetta væru of harðar aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri einfaldlega niðurstaðan eftir hlutlægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég held að það hafi ekki verið margir á þessum fundi sannfærðir um að við værum ósamvinnuþýtt ríki í þessum efnum, eða að heimsbyggðinni stæði ógn af okkur. En við erum að súpa seyðið af því hvað við komum illa út úr úttektinni 2017.“ Spurð hvort FME þurfi að róa erlendar stofnanir vegna niðurstöðunnar svarar Unnur að hún viti ekki til að það sé sérstök þörf á því. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða afleiðingarnar ekki skelfilegar. Það geta komið upp ófyrirséð vandamál á einhverjum sviðum en aðallega hefur þetta að gera með áreiðanleikakannanir þegar stofnað er til viðskipta erlendis. Þá þarf að fara fram svokölluð aukin áreiðanleikakönnum sem þýðir að ferlið getur verið fyrirhafnarmeira en ella,“ segir Unnur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38
„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent