Segir Play reyna að sækja fjármagn á gaddfreðnum markaði Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2019 19:12 Snorri Jakobsson, forstöðumaður Capacent vísir/vilhelm Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi. Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Greinandi segir algjört frost á fjármálamarkaði og afar erfitt að sækja fé í rekstur. Enn hefur ekki orðið að fyrstu ferð endurreists WOW Air, sem var boðuð í október. Talsmenn félagsins segja nú vikur fremur en mánuði í fyrstu ferðina. Flóknari hafi reynst að endurreisa félagið og sviptingar á flugmarkaði erlendis kalli á endurskoðun. Verkefnið sé þó að fullu fjármagnað. Sömu sögu er ekki að segja af nýja flugfélaginu Play. Miðasala átti að hefjast í nóvember en ekki hafin enn. Leitað er eftir 1.700 milljónum frá fjárfestum sem hefur ekki náðst að fullu. Greinandi segir að tekju- og rekstraráætlanir Play hafi virkað full bjartsýnar á sig. „Tekjuáætlanir og rekstraráætlanir, ég hef ekki séð þær nákvæmlega, en þær virkuðu svolítið í bjartsýnni kantinum. Svo held ég að þetta sé allt spurning um fjármögnun. Það er þrjátíu stiga gaddur á fjármagnsmarkaði. Það er allt frosið. Bankarnir eru jafnvel að draga úr útlánum. Ef við skoðum bankana á síðustu árum hefur ekki verið hagnaður á fyrirtækjalánum vegna bankaskatts og sértækra gjalda á bankanna. Það eru þá helst lífeyrissjóðirnir sem vilja örugg veð ef þeir eiga að lána. Það er rosalega þungt og erfitt að sækja sér fjármagn. Í þriðja lagi eru einstaklingarnir sem eru mikið á innlánum. Innlánsvextir eru nánast engir og erfitt fyrir einstaklinga að treysta aftur skuldabréfasjóðum eða hlutabréfamarkaðinum eins og þeir gerðu áður,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent. Bankarnir dragi saman útlánin og tapið á þeim að stórum hluta vegna sértækra álaga sem lögð eru á bankanna. „Þetta ígildir 0,7 til 0,8 prósenta í vaxtamun sem er mjög mikið. Þeir þurfa því að halda því sem nemur hærri vaxtamun en aðrir. Það dregur úr hagkvæmum lánum og útlánum þeirra. Þessar eiginfjárkröfur til útlána sem eru hærri hér og draga ennþá úr hvata bankana til að lána út. Svo að ná í fjármagn er gríðarlega erfitt. Seðlabankinn hefur verið að lækka vexti en það hefur haft sáralítil áhrif. Út af því að það hefur verið enginn hagnaður og jafnvel tap á fyrirtækjaútlánum.“ Hann segir möguleika á innspýtingu á næsta ári með lækkun bankaskatts og mögulegri stýrivaxtalækkun Seðlabankans. „Grunnvextir eru þrjú prósent á Íslandi en 2,5 prósent í Bandaríkjunum. Vaxtamunurinn er nær enginn. Útlánsvextir eru mun hærri einfaldlega út af þessum sérstöku kröfum og sköttum á Íslandi. Leiðnin er því mjög lök miðað við það sem við sjáum erlendis. “ Hann gengur þó ekki svo langt að kalla ástandið kreppu. Forvitnilegir tímar séu þó framundan þar sem atvinnuleysi nálgast 5 prósent, verðbólgan er tvö prósent og það verður áhugavert að sjá hvort fasteignamarkaðurinn haldi.
Fréttir af flugi Markaðir Play Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira