Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 12:06 Orðalag miðanna sem tóku á móti viðskiptavinum Bílanausts í morgun var örlítið ónákvæmt að sögn stjórnarformanns fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts. Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Stjórnarformaður Bílanausts harmar að ekki hafi verið hægt að bjarga rekstri fyrirtækisins. Verslunum Bílanausts hefur verið lokað og framtíðin óljós eftir að viðræður um fjárhagslega endurskipulagningu sigldu í strand. Ekki er þó óvarlegt að áætla að í fyllingu tímans muni Bílanaust fara formlega fram á gjaldþrotaskipti. Eins og greint var frá í morgun komu viðskiptavinir Bílanausts að lokuðum dyrum þar sem við þeim blasti tilkynning um að verslanirnar væru lokaðar vegna breytinga. Verslunarstjóri Bílanausts á Dvergshöfða í Reykjavík sagði að loknum starfsmannafundi að þeim hafi verið tilkynnt um gjaldþrot fyrirtækisins.Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, segir að tal um gjaldþrot fyrirtækisins sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Bílanaust hafi ekki formlega farið fram á gjaldþrotaskipti. Fyrirtækið hafi þó verið í fjárhagslegri endurskipulagningu að undanförnu enda hefur rekstur Bílanausts „gengið illa um nokkurt skeið,“ eins og reifað var í frétt Vísis í morgun. Legið hafi fyrir að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur þess kæmu með verulegt fjármagn að rekstrinum samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sjá einnig: Starfsmenn Bílanausts sendir heim Hins vegar hafi orðið ljóst seint í gær að fyrirtækið myndi ekki ná saman við viðskiptabanka sinn - sem „taldi hagsmunum sínum betur borgið með að ganga að veðum sínum frekar en að ganga að tillögu eigenda félagsins um skuldauppgjör,“ að sögn Eggerts. Fátt annað hafi því verið í stöðunni en að loka verslununum, meðan lögfræðingur Bílanausts „vinnur í málinu,“ eins og Eggert orðar það. Eigendur félagsins harmi þó að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga fyrirtækinu. „Sumir gætu talið að þetta væru endalokin en við erum ekki þar ennþá,“ bætir hann við. Aðspurður treystir Eggert sér þó ekki til að segja nánar til um framhaldið. Hann er þó þeirrar skoðunar að orðalagið „lokað vegna breytinga“ hafi verið ónákvæmt. „Auðvitað hefði bara átt að standa „Lokað.“ Því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“Uppfært klukkan 13: Eggert Árni vill koma á framfæri að fyrri útgáfa fréttarinnar hafi verið ónákvæm. Þrátt fyrir að Eggert hafi tjáð blaðamanni að full djúpt væri í árinni tekið að tala um gjaldþrot og að fyrirtækið væri ekki komið á endastöð væri óvarlegt að fullyrða að „Öll nótt væri ekki enn úti“ fyrir félagið. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við frekari skýringar Eggerts.
Tengdar fréttir Starfsmenn Bílanausts sendir heim Verslunum Bílanaust hefur verið skellt í lás. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira