Einkaneysla minnkar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 16:30 Það sést meðal annars samdráttur í matvöruverslun í gögnum Meniga. vísir/hanna Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017. Neytendur Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017.
Neytendur Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent