Þurfa fleiri ferðamenn og færri skiptifarþega Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. mars 2019 07:15 Nú þegar WOW air nýtur ekki lengur við er leitað leiða til að fylla skarðið með öðrum leiðum. Fréttablaðið/Ernir Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira