VÍS selur í Kviku fyrir 350 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. apríl 2019 07:30 VÍS er þriðji stærsti hluthafi Kviku banka. Fréttablaðið/Anton Brink Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóður landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabankans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum. Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríflega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingareign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélagsins samþykkti sem kunnugt er síðasta sumar að lækka hlutafé félagsins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríflega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá áramótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bankinn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar afkomu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað hlut sinn í Kviku banka um liðlega 1,6 prósent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bankans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfaverð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóður landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabankans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum. Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríflega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingareign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélagsins samþykkti sem kunnugt er síðasta sumar að lækka hlutafé félagsins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hluthafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríflega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá áramótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bankinn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar afkomu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira