Körfubolti

Rakarastofa og bíósalur í nýrri geggjaðri æfingaaðstöðu Golden State Warriors

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nýr búningsklefi Golden State Warriors.
Nýr búningsklefi Golden State Warriors. Mynd/Warriors.com
Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð.Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni.Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili.Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað.Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu.Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa.Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.