Facebook sviptir hulunni af upplýsingasöfnuninni með nýju viðmóti Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 20:14 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Vísir/Getty Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að svipta hulunni af því hvaða gögnum fyrirtækið safnar um notendur sína.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að Facebook ætli að kynna til leiks valmöguleika á stillingarhluta síðunnar sem mun sýna hvaða forrit og vefsíður senda upplýsingar um notendur til Facebook. Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. Með þessu nýja viðmóti, sem kallast Off-Facebook Activity, gefst notendum tækifæri á að hreinsa vafrasögu sína og að koma í veg fyrir að forrit geti safnað upplýsingum um notendurna. BBC hefur eftir sérfræðingi að hann telji ekki miklar líkur á að þessi breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á hagnað fyrirtækisins til framtíðar. Notendur á Írlandi, í Suður Kóreu og Spáni verða þeir fyrstu sem munu hafa möguleika á að nota þetta nýja viðmót. Þetta útspil Facebook kemur í framhaldi af ákvörðun Apple og Mozilla að koma í veg fyrir að Facebook og aðrar veitur geti fylgst með notendum í gegnum forrit þeirra. Samkeppniseftirlit Þýskalands hafði áður beint því til Facebook að það þyrfti að takmarka verulega hvernig það safnar upplýsingum um notendur sína án upplýsts samþykkis. Facebook safnar gögnum um nethegðun notenda sinna því þeir hafa gefið leyfi fyrir því þegar þeir samþykkja notkunarskilmála fyrirtækisins. Þetta nær einnig til þeirra forrita og vefsíðna þar sem notendur hafa notað Facebook-aðganga sína til að skrá sig inn á þau. Þetta verður þess valdandi að ef notendur skoða skó á netinu, þá sjá þeir mjög líklega skóauglýsingu á Facebook skömmu síðar. Off-Facebook Activity mun gera notendum kleift að skoða ítarlega hvaða upplýsingum forrit og vefsíður safna um þá. Facebook hefur gefið út að farsímaeigendur séu með að meðaltali 80 forrit, eða öpp, í símunum sínum og noti um fjörutíu þeirra í hverjum mánuði. BBC tekur fram að þó svo að notendur frábiðji sér að upplýsingunum sé safnað um þá, þá mun Facebook ennþá gera það nafnlaust. Sem þýðir að það mun fá upplýsingar um fjölda þeirra sem til dæmis leita sér að tilteknum skóm á netinu, en ekki hverjir gerðu það. Facebook Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur ákveðið að svipta hulunni af því hvaða gögnum fyrirtækið safnar um notendur sína.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að Facebook ætli að kynna til leiks valmöguleika á stillingarhluta síðunnar sem mun sýna hvaða forrit og vefsíður senda upplýsingar um notendur til Facebook. Hafa þessar upplýsingar verið notaðar til að auðvelda auglýsendum að sníða auglýsingar að notendum. Með þessu nýja viðmóti, sem kallast Off-Facebook Activity, gefst notendum tækifæri á að hreinsa vafrasögu sína og að koma í veg fyrir að forrit geti safnað upplýsingum um notendurna. BBC hefur eftir sérfræðingi að hann telji ekki miklar líkur á að þessi breytingin komi til með að hafa mikil áhrif á hagnað fyrirtækisins til framtíðar. Notendur á Írlandi, í Suður Kóreu og Spáni verða þeir fyrstu sem munu hafa möguleika á að nota þetta nýja viðmót. Þetta útspil Facebook kemur í framhaldi af ákvörðun Apple og Mozilla að koma í veg fyrir að Facebook og aðrar veitur geti fylgst með notendum í gegnum forrit þeirra. Samkeppniseftirlit Þýskalands hafði áður beint því til Facebook að það þyrfti að takmarka verulega hvernig það safnar upplýsingum um notendur sína án upplýsts samþykkis. Facebook safnar gögnum um nethegðun notenda sinna því þeir hafa gefið leyfi fyrir því þegar þeir samþykkja notkunarskilmála fyrirtækisins. Þetta nær einnig til þeirra forrita og vefsíðna þar sem notendur hafa notað Facebook-aðganga sína til að skrá sig inn á þau. Þetta verður þess valdandi að ef notendur skoða skó á netinu, þá sjá þeir mjög líklega skóauglýsingu á Facebook skömmu síðar. Off-Facebook Activity mun gera notendum kleift að skoða ítarlega hvaða upplýsingum forrit og vefsíður safna um þá. Facebook hefur gefið út að farsímaeigendur séu með að meðaltali 80 forrit, eða öpp, í símunum sínum og noti um fjörutíu þeirra í hverjum mánuði. BBC tekur fram að þó svo að notendur frábiðji sér að upplýsingunum sé safnað um þá, þá mun Facebook ennþá gera það nafnlaust. Sem þýðir að það mun fá upplýsingar um fjölda þeirra sem til dæmis leita sér að tilteknum skóm á netinu, en ekki hverjir gerðu það.
Facebook Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00