Þungt hljóð í íbúum að Gerplustræti Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:20 Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð. Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð.
Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00
Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30