Af hverju? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. júlí 2019 07:00 Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra landsins ber aukatitilinn barnamálaráðherra, og fullt heiti er því félags- og barnamálaráðherra. Vísast á þessi aukatitill „barnamálaráðherra“ að vera til marks um umhyggju stjórnvalda fyrir börnum og ungmennum. Því miður er þessi umhyggja oft æði takmörkuð og ekki ratar hún alltaf þangað sem sár þörf er fyrir hana. Ef hún væri sönn og ekta myndi hún beinast að þeim börnum sem líða þjáningar og hið augljósa markmið væri þá að gera allt sem mögulegt væri til að gera líf þessara ungu einstaklinga betra. Hins vegar er það svo að þegar slík umhyggja kann að kosta stjórnvöld einhver óþægindi þá eru þau yfirleitt furðu fljót að koma sér í skjól. Nýleg dæmi blasa við og eru æði sorgleg. Zainab Safari frá Afganistan er fjórtán ára stúlka sem þráir ekkert heitar en að fá að búa á Íslandi. Hún dvaldi í flóttamannabúðum á Grikklandi ásamt móður sinni og bróður en kom með þeim til Íslands. Hér líður henni vel og hún er umvafin væntumþykju samnemenda sinna í Hagaskóla. Hlutskipti hennar virðist þó eiga að vera það að vera vísað aftur til Grikklands þar sem óvissan ein bíður hennar. Vinir hennar hér á landi skilja ekki óréttlætið sem í þessu felst og eru ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Þeir tala máli hennar af krafti, ástríðu og væntumþykju en fyrir þeim verður kerfi sem hlustar ekki á tilfinningarök og er þess vegna ómanneskjulegt. Hinn afganski Asadollah og ungir synir hans, Ali og Mahdi, níu og tíu ára fréttu nýlega af því að vísa átti þeim úr landi. Annar sonurinn fékk taugaáfall og var fluttur á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Vegna þessa hefur brottvísuninni verið frestað tímabundið. Sú frestun virðist gerð í von um að drengurinn jafni sig þannig að hægt sé að vísa honum burt. Þessi drengur var ásamt bróður sínum að byggja upp nýja tilveru eftir sára reynslu sem ætti ekki að leggja á litlar og saklausar sálir. Nú bíður þeirra að vera fluttir úr landi. Þannig er af fullkomnu miskunnarleysi verið að kippa fótum undan tilveru barna sem bjuggu við neyð og óöryggi en töldu sig vera komin í skjól. Endalaust má horfa á sjónvarpsfréttir af neyð úti í löndum og andvarpa samúðarfullt vegna þeirra skelfilegu aðstæðna sem börn á flótta þurfa að búa við og hugsa um leið hversu nauðsynlegt sé að koma þeim til bjargar. Þessi samúð er alls einskis virði ef enginn vilji er til að hjálpa þessum börnum þegar tækifæri gefst til þess. Það má skreyta félagsmálaráðherra með heitinu barnamálaráðherra en ef umhyggja stjórnvalda sýnir sig ekki í reynd þegar þörf er á þá er hún ósönn. Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki? Þau geta ekki endalaust falið sig á bak við reglugerðir. Ef reglugerðir eru óréttlátar þá er skylda stjórnvalda að rísa upp og krefjast breytingar á því. Ef velferð barna skiptir stjórnvöld raunverulegu máli þá eiga þau að taka sér stöðu með þeim börnum sem þola þjáningar. Ekki umvefja sig þögn.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun