Pósturinn hækkar verð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Bréfum innan einkaréttar hefur fækkað undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00
Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15