Pósturinn hækkar verð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Bréfum innan einkaréttar hefur fækkað undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00
Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15