Allt að 160 prósent verðmunur á dekkjaskiptum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2019 13:54 Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað með bílinn í dekkjaskipti. vísir/jóhanna Verðkönnun Alþýðusambands Íslands á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun. Munurinn getur numið allt að 160 prósentum; minnsti verðmunurinn í könnuninni nam 4.300 krónum en sá mesti 12.785. Aðeins er um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Fram kemur í könnun ASÍ að Bifreiðaverkstæðið Stormur á Pateksfirði hafi verið með lægsta verðið í 8 skipti af 10 og Titancar Smiðjuvegi í 2 skipti af 10. Höldur og Dekkjasala Akureyrar hafi svo skiptst á að vera með hæstu verðin en Höldur er með hæsta verðið í 6 skipti af 10 en Dekkjasala Akureyrar í 4 skipti af 10. „Mestur var verðmunurinn á dekkjaskiptum og umfelgun fyrir jeppa með 18“ álfelgur (265/60R18), 160% eða 12.785 kr. Hæst var verðið hjá Höldur á Akureyri, 20.785 en lægst hjá Titancar Smiðjuvegi, 8.000 kr. Minnstur var verðmunurinn á dekkjaskiptum á smábíl, minni meðalbíl og meðaðlbíl (14, 15 og 16“), 4.300 kr. eða 69% en hæsta verðið, 10.500 kr. hjá Dekkjasölu Akureyrar en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi þar sem það var 6.200 kr. Verðmunurinn var 69%,“ segir í útlistun ASÍ. „Lægst voru verðin fyrir dekkjaskipti á smábílum, minni meðalbílum og meðalbílum (á 14, 15 eða 16“) hjá bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 6.200 kr. (ál- og stálfelgur). Næstlægstu verðin fyrir þessa sömu gerð af bílum voru hjá Titancar Smiðjuvegi, 7.000 kr. og hjá Smurþjónustunni Klöpp (7.000 kr. stálfelgur og 7.300 álfelgur). Verðin hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði voru á svipuðum nótum eða 7.201 kr. fyrir sömu stærðir af bílum (ál- og stálfelgur).“ ASÍ tekur þó sérstaklega fram að Costco bjóði upp á dekkjaskipti fyrir allar stærðir og gerðir bíla á 4.400 krónur. Það sé þó ekki fullkomlega sambærilegt, vegna þess að viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco og hafa Costcokort.Töflu með öllum verðum má finna hér. Bílar Kjaramál Neytendur Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Verðkönnun Alþýðusambands Íslands á þjónustu við dekkjaskipti sýnir mikinn verðmun. Munurinn getur numið allt að 160 prósentum; minnsti verðmunurinn í könnuninni nam 4.300 krónum en sá mesti 12.785. Aðeins er um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Fram kemur í könnun ASÍ að Bifreiðaverkstæðið Stormur á Pateksfirði hafi verið með lægsta verðið í 8 skipti af 10 og Titancar Smiðjuvegi í 2 skipti af 10. Höldur og Dekkjasala Akureyrar hafi svo skiptst á að vera með hæstu verðin en Höldur er með hæsta verðið í 6 skipti af 10 en Dekkjasala Akureyrar í 4 skipti af 10. „Mestur var verðmunurinn á dekkjaskiptum og umfelgun fyrir jeppa með 18“ álfelgur (265/60R18), 160% eða 12.785 kr. Hæst var verðið hjá Höldur á Akureyri, 20.785 en lægst hjá Titancar Smiðjuvegi, 8.000 kr. Minnstur var verðmunurinn á dekkjaskiptum á smábíl, minni meðalbíl og meðaðlbíl (14, 15 og 16“), 4.300 kr. eða 69% en hæsta verðið, 10.500 kr. hjá Dekkjasölu Akureyrar en lægst hjá Bifreiðaverkstæðinu Stormi þar sem það var 6.200 kr. Verðmunurinn var 69%,“ segir í útlistun ASÍ. „Lægst voru verðin fyrir dekkjaskipti á smábílum, minni meðalbílum og meðalbílum (á 14, 15 eða 16“) hjá bifreiðaverkstæðinu Stormi Patreksfirði, 6.200 kr. (ál- og stálfelgur). Næstlægstu verðin fyrir þessa sömu gerð af bílum voru hjá Titancar Smiðjuvegi, 7.000 kr. og hjá Smurþjónustunni Klöpp (7.000 kr. stálfelgur og 7.300 álfelgur). Verðin hjá Bílaverkstæði S.B. Ísafirði voru á svipuðum nótum eða 7.201 kr. fyrir sömu stærðir af bílum (ál- og stálfelgur).“ ASÍ tekur þó sérstaklega fram að Costco bjóði upp á dekkjaskipti fyrir allar stærðir og gerðir bíla á 4.400 krónur. Það sé þó ekki fullkomlega sambærilegt, vegna þess að viðkomandi þarf að vera á bíl á dekkjum frá Costco og hafa Costcokort.Töflu með öllum verðum má finna hér.
Bílar Kjaramál Neytendur Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira