Íslendingar eru sú þjóð sem þénar mest á skammtímaleigu til ferðamanna í gegnum vefinn Airbnb ef marka má gögn sem nálgast má á vefsíðunni sjálfri.
Greint er frá þessu á vef Túrista en þar kemur fram að tekjur íslensku leigusalanna hafi að jafnaði numið rúmum 1,2 milljónum króna en ekki er um að ræða meðaltekjur heldur það sem Airbnb kalla „typical host income“ sem gæti útlagst sem tekur fyrir dæmigerðan leigusala.
Airbnb miðlar nú íbúðum í skammtímaleigu til ferðamanna í 191 landi. Næst tekjuhæstir á eftir Íslendinum voru Japanir með rúma 1,1 milljón króna og Bandaríkjamenn koma þar á eftir með um 782 þúsund í tekjur að jafnaði.
Íslendingar leigja íbúðir sínar út að jafnaði í 62 daga á ári en leyfilegt er að leigja eign út í skammtímaleigu í hámark 90 daga á ári og mega tekjurnar ekki fara yfir tvær milljónir króna.
Nánar má lesa um málið á vef Túrista.
