Flatey Pizza opnar á Hlemmi: Segir sérhæfða staði með gott andrúmsloft eiga eftir að lifa af Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2018 22:10 Starfsmenn Flateyjar fyrir utan Hlemm. Flatey Pizza Eigendur veitingastaðarins Flateyjar Pizzu stefni að því að opna bás í Mathöllinni Hlemmi fyrir lok þessa árs. Þetta segir Sindri Snær Jensson, einn af eigendum veitingastaðarins og verslunarinnar Húrra, en hann segir það hafa verið draum þeirra lengi að færa gestum Mathallarinnar pizzur. „Tímalínan er svolítið óljós eins og vill oft verða hjá þeim sem standa í framkvæmdum. Það vill oft verða að það taki fjórum sinnum lengri tíma en upphaflega var ætlað. En við vonumst til að geta opnað í lok desember, eða rétt fyrir jól,“ segir Sindri Snær. Um er að ræða fimmtán fermetra bás þar sem Ísleifur Heppni var áður.Fluttar hafa verið fregnir af því undanfarið að fyrirhugað sé að opna fjölda mathalla á höfuðborgarsvæðinu og segir Sindri Snær umræðuna í kringum það hafa verið fyndna að einhverju leyti.Frá Mathöllinni við Hlemm.Fréttablaðið/EyþórFlatey Pizza hefur verið til húsa úti á Granda, og verður áfram, en Sindri Snær segir eigendur veitingastaðarins hafa orðið vitni að þeirri miklu umferð sem hefur verið í mathöllina úti á Granda. „Frá degi eitt hefur okkur langað að vera inni í Hlemmi Mathöll. Það kom ákveðið tækifæri fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar Borðið lokaði. Núna þegar Ísleifur var eitthvað tæpur á að vera áfram tókum við slaginn,“ segir Sindri. Spurður hvort það sé slegist um plássið á Hlemmi og hvort það sé dýrt að fara þangað inn segist Sindri ekki meðvitaður um hvaða tilboð aðrir veitingamenn gerðu í plássið sem stóð til boða. „Við náðum samkomulagi við þá aðila sem reka Ísleif Heppna af því þeir eru með leigusamningi og mega framselja hann. Hlemmur Mathöll þarf að samþykkja þá sem vilja fara þangað inn. Flatey þótti passa vel inn í Mathöllina því það voru engar pizzur þar fyrir. Flatey er líka búin að skapa sér þann stall að bjóða upp á bestu pizzur borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Þannig að ég held að það sé mikill fengur fyrir Hlemm líka,“ segir Sindri Snær.Vísir hefur sagt fréttir af því að þungt hljóð hafi verið í veitingamönnum eftir sumarið en Sindri segir engan bilbug að finna hjá eigendum Flateyjar. Þeir ætli að stækka við sig úti á Granda þar sem ætlunin er að opna bar á efri hæð veitingastaðarins. „Helsta vandamálið okkar er að við höfum þurft að vísa fólki frá á kvöldin. Við höfum ekki haft neinn stað fyrir fólk sem er að bíða eftir borði og nú getum við boðið upp á það,“ segir Sindri. Hann segir erfiðleika í veitingageiranum að hluta til tengda því að margir hafi farið fram úr sér þegar kemur að kostnaði við framkvæmdir. „Og svo aftur á móti þeir sem treysta alfarið á innkomu ferðamanna. Svo er það þannig að það er ákveðin endurnýjun í gangi og fólk er að fíla sérhæfða veitingastaði. Margir af þessum veitingastöðum sem eiga í basli eru að bjóða upp á margt en eru ekki bestir í neinu. En fólk vill bara fara á stað eins og Búlluna sem er með besta hamborgarann og vill fara á Flatey af því þar er besta pizzan. Það vill fara á einhvern ákveðinn stað af því besti brönsinn er þar. Ég held að sérhæfðir staðir með flott andrúmsloft munu klárlega lifa af. En það er alveg vont hljóð í veitingamönnum og orðið ákveðin þensla á þessu og margir sett sig í gullgrafaragírinn.“ Hann segir skynsemi ráða för hjá Flateyjar-mönnum sem vörðu ekki háum fjárhæðum til að opna staðinn. „Og það hefur gengið vel.“ Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Eigendur veitingastaðarins Flateyjar Pizzu stefni að því að opna bás í Mathöllinni Hlemmi fyrir lok þessa árs. Þetta segir Sindri Snær Jensson, einn af eigendum veitingastaðarins og verslunarinnar Húrra, en hann segir það hafa verið draum þeirra lengi að færa gestum Mathallarinnar pizzur. „Tímalínan er svolítið óljós eins og vill oft verða hjá þeim sem standa í framkvæmdum. Það vill oft verða að það taki fjórum sinnum lengri tíma en upphaflega var ætlað. En við vonumst til að geta opnað í lok desember, eða rétt fyrir jól,“ segir Sindri Snær. Um er að ræða fimmtán fermetra bás þar sem Ísleifur Heppni var áður.Fluttar hafa verið fregnir af því undanfarið að fyrirhugað sé að opna fjölda mathalla á höfuðborgarsvæðinu og segir Sindri Snær umræðuna í kringum það hafa verið fyndna að einhverju leyti.Frá Mathöllinni við Hlemm.Fréttablaðið/EyþórFlatey Pizza hefur verið til húsa úti á Granda, og verður áfram, en Sindri Snær segir eigendur veitingastaðarins hafa orðið vitni að þeirri miklu umferð sem hefur verið í mathöllina úti á Granda. „Frá degi eitt hefur okkur langað að vera inni í Hlemmi Mathöll. Það kom ákveðið tækifæri fyrir nokkrum mánuðum síðan þegar Borðið lokaði. Núna þegar Ísleifur var eitthvað tæpur á að vera áfram tókum við slaginn,“ segir Sindri. Spurður hvort það sé slegist um plássið á Hlemmi og hvort það sé dýrt að fara þangað inn segist Sindri ekki meðvitaður um hvaða tilboð aðrir veitingamenn gerðu í plássið sem stóð til boða. „Við náðum samkomulagi við þá aðila sem reka Ísleif Heppna af því þeir eru með leigusamningi og mega framselja hann. Hlemmur Mathöll þarf að samþykkja þá sem vilja fara þangað inn. Flatey þótti passa vel inn í Mathöllina því það voru engar pizzur þar fyrir. Flatey er líka búin að skapa sér þann stall að bjóða upp á bestu pizzur borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Þannig að ég held að það sé mikill fengur fyrir Hlemm líka,“ segir Sindri Snær.Vísir hefur sagt fréttir af því að þungt hljóð hafi verið í veitingamönnum eftir sumarið en Sindri segir engan bilbug að finna hjá eigendum Flateyjar. Þeir ætli að stækka við sig úti á Granda þar sem ætlunin er að opna bar á efri hæð veitingastaðarins. „Helsta vandamálið okkar er að við höfum þurft að vísa fólki frá á kvöldin. Við höfum ekki haft neinn stað fyrir fólk sem er að bíða eftir borði og nú getum við boðið upp á það,“ segir Sindri. Hann segir erfiðleika í veitingageiranum að hluta til tengda því að margir hafi farið fram úr sér þegar kemur að kostnaði við framkvæmdir. „Og svo aftur á móti þeir sem treysta alfarið á innkomu ferðamanna. Svo er það þannig að það er ákveðin endurnýjun í gangi og fólk er að fíla sérhæfða veitingastaði. Margir af þessum veitingastöðum sem eiga í basli eru að bjóða upp á margt en eru ekki bestir í neinu. En fólk vill bara fara á stað eins og Búlluna sem er með besta hamborgarann og vill fara á Flatey af því þar er besta pizzan. Það vill fara á einhvern ákveðinn stað af því besti brönsinn er þar. Ég held að sérhæfðir staðir með flott andrúmsloft munu klárlega lifa af. En það er alveg vont hljóð í veitingamönnum og orðið ákveðin þensla á þessu og margir sett sig í gullgrafaragírinn.“ Hann segir skynsemi ráða för hjá Flateyjar-mönnum sem vörðu ekki háum fjárhæðum til að opna staðinn. „Og það hefur gengið vel.“
Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira