James skoraði 44 stig í leiknum ásamt því að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Heimamenn í Cleveland voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og fóru með 34-18 forystu að honum loknum. Nokkuð jafnt var á með liðunum í öðrum leihluta og var staðan 53-68 fyrir Cleveland þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.
LeBron James erupts for 44 PTS (his 6th 40+ point game in the 2018 postseason) to help the @cavs win Game 4 and tie the series 2-2! #WhateverItTakes#NBAPlayoffspic.twitter.com/07gQaxUYkW
— NBA (@NBA) May 22, 2018
Gestirnir frá Boston gerðu áhlaup í fjórða leikhluta knúnir áfram af Jaylen Brown sem var með 25 stig í leiknum. Leikmenn Boston dreifðu stigaskorinu nokkuð jafnt og voru allir leikmenn þeirra sem á annað borð skoruðu með tveggja stafa tölu í stigaskori. Þeir komust þó aldrei mikið nær en tíu stigum og Cleveland hélt sigurinn út.
Cleveland þarf nú að sækja sigur til Boston þar sem Celtics er ósigrað í úrslitakeppninni til þessa.
„Við vitum að stuðningsmenn þeirra eru mjög háværir og þetta er ekki vinalegt umhverfi. En við þurfum að vera með hausinn rétt stilltan og þá getum við unnið,“ sagði James eftir leikinn.
James bætti met Kareem Abdul-Jabbar í körfum skoruðum í úrslitakeppni NBA deildarinnar og náði sínum 25. leik á ferlinum í úrslitakeppni þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig.
Kevin Love picks out LeBron James with the full court chest pass in tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/GjoqgqSsFE
— NBA (@NBA) May 22, 2018