Rúnar: Lélegasta frammistaða sem ég hef séð Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 24. september 2018 22:14 Rúnar var vel pirraður í kvöld. vísir/stöð2 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það áhyggjuefni hvernig leikmenn mæta til leiks en Stjarnan fékk skell gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. „Það gerist ekki neitt, það er vandamálið.“ sagði Rúnar aðspurður um það hvað gerðist í kvöld. „Þetta er lélegasta frammistaða sem ég hef séð mitt lið spila, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að minnka þetta niður í 7 mörk og klaufaskapur að hafa endað þetta þá í 16 mörkum, en bara ógeðslega lélegt frá A-Ö.“ „Við gáfum þeim aldrei leik, miðað við hvernig við mættum til leiks. Það stóð ekki steinn yfir steini. Menn gátu ekki gefið einföldustu sendingar milli manna, einföldustu leikkerfi virkuðu ekki." „Við vorum búnir að undirbúa það og vissum að þeir væru aggressívir og sterkir í vörn, en samt voru menn ekki viðstaddir.“ sagði Rúnar. Það vantaði lykilmenn í lið Stjörnunnar í dag, líkt og í síðustu leikjum. Ari Magnús Þorgeirsson, Egill Magnússon og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Það kemur maður í manns stað, þótt það vanti Ara Magnús, Egil og Bubba í markið þá var það ekki vandamálið heldur hvernig við mættum til leiks eftir að hafa undirbúið þennann leik alla vikuna.“ Rúnar talaði um það fyrir leiktíð að hann væri ánægður ef liðið væri búið að stilla sig saman fyrir áramót og virtist ekki búast við miklu í upphafi móts, þetta var þó ekki það sem hann bjóst við. „Ég bjóst meira við því að menn myndu standa meira í lappirnar, þetta er núna annar leikurinn af þremur þar sem menn eru gjörsamlega hauslausir." „Þetta veldur mér virkilegum áhyggjum og veit ég ekki hvort að tveir, þrír leikmenn séu að fara að bjarga því.“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það áhyggjuefni hvernig leikmenn mæta til leiks en Stjarnan fékk skell gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. „Það gerist ekki neitt, það er vandamálið.“ sagði Rúnar aðspurður um það hvað gerðist í kvöld. „Þetta er lélegasta frammistaða sem ég hef séð mitt lið spila, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að minnka þetta niður í 7 mörk og klaufaskapur að hafa endað þetta þá í 16 mörkum, en bara ógeðslega lélegt frá A-Ö.“ „Við gáfum þeim aldrei leik, miðað við hvernig við mættum til leiks. Það stóð ekki steinn yfir steini. Menn gátu ekki gefið einföldustu sendingar milli manna, einföldustu leikkerfi virkuðu ekki." „Við vorum búnir að undirbúa það og vissum að þeir væru aggressívir og sterkir í vörn, en samt voru menn ekki viðstaddir.“ sagði Rúnar. Það vantaði lykilmenn í lið Stjörnunnar í dag, líkt og í síðustu leikjum. Ari Magnús Þorgeirsson, Egill Magnússon og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Það kemur maður í manns stað, þótt það vanti Ara Magnús, Egil og Bubba í markið þá var það ekki vandamálið heldur hvernig við mættum til leiks eftir að hafa undirbúið þennann leik alla vikuna.“ Rúnar talaði um það fyrir leiktíð að hann væri ánægður ef liðið væri búið að stilla sig saman fyrir áramót og virtist ekki búast við miklu í upphafi móts, þetta var þó ekki það sem hann bjóst við. „Ég bjóst meira við því að menn myndu standa meira í lappirnar, þetta er núna annar leikurinn af þremur þar sem menn eru gjörsamlega hauslausir." „Þetta veldur mér virkilegum áhyggjum og veit ég ekki hvort að tveir, þrír leikmenn séu að fara að bjarga því.“ sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00