Þurfi að taka á sig tugprósenta afskriftir Hörður Ægisson og Helgi Vífill Júlíusson skrifar 29. nóvember 2018 06:30 Flugvélafloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli. fréttablaðið/ernir Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8,5 milljarða króna, í skuldabréfaútboði flugfélagsins sem lauk um miðjan september, gætu þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól sínum eigi fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW air að ná fram að ganga. Icelandair þrýstir nú mjög á að félagið taki á sig talsvert minni hluta skuldbindingarinnar, eða mögulega í kringum 70 prósent af höfuðstól bréfanna, en áður hafði verið gert ráð fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigenda félagsins, dagsettu 9. nóvember, kom fram að það væri skilyrði fyrir yfirtöku Icelandair að kaupréttir þeirra að hlutafé í félaginu verði felldir niður. Þess í stað myndi WOW air bjóðast til að greiða skuldabréfin á lokagjalddaga haustið 2021 með tuttugu prósenta þóknun ofan á höfuðstólinn. Þau áform, eins og greint var frá í Markaðnum í gær, fólu þá í sér að Icelandair myndi standa undir 90 prósentum af höfuðstól skuldanna og Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, greiði það sem upp á vantar með þeim hlutabréfum sem hann kann að eignast í sameinuðu félagi. Nú mun Icelandair hins vegar hafa sett fram það skilyrði að greiðsla félagsins til skuldabréfaeigenda WOW air verði nokkuð lægri en 90 prósent og þá er veruleg óvissa um hvort Skúli geti bætt kröfuhöfum félagsins upp mismuninn. Niðurstaða áreiðanleikakönnunar mun leiða í ljós hve stóran hlut Skúli mun fá afhentan í sameinuðu félagi en hann getur verið á bilinu 1,8 til 6,6 prósent. Eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um voru íslenskir fjárfestar með 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfu WOW air í september eða sem nemur um 22 milljónum evra. Tveir sjóðir í stýringu GAMMA Capital Management fjárfestu til dæmis fyrir samanlagt tvær milljónir evra. Bandarískir fjárfestar keyptu um fjórðunginn af útgáfunni og fjárfestar frá Norðurlöndunum 19 prósent á meðan afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Í bréfi sem Skúli skrifaði eigendum skuldabréfa WOW air á þriðjudag benti hann á að ýmsir þættir í rekstri og umhverfi félagsins hefðu þróast til verri vegar undanfarið sem hefði gert það að verkum að félagið þurfi nauðsynlega á fjármögnun að halda. Skúli upplýsti einnig um það í bréfinu að hann hefði sjálfur fjárfest í útboðinu fyrir um 5,5 milljónir evra, jafnvirði 770 milljóna króna. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að hinn ungverskættaði Steven Udvar-Házy hafi verið á meðal þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu. Hann er eigandi fyrirtækisins Air Lease Corporation sem á stærstan hluta þeirra véla, eða alls sjö, sem WOW air er með í rekstrarleigu.Skiljanlegt ef hluthafafundi yrði frestað „Það kæmi ekki á óvart, og í raun mjög skiljanlegt, ef hluthafafundi Icelandair yrði frestað á föstudaginn enda hafa hluthafar litlar upplýsingar undir höndum varðandi stöðu WOW air,“ segir Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Hagfræðideild Landsbankans. Tvær tillögur liggja fyrir hluthafafundi Icelandair Group. Annars vegar hlutafjáraukning vegna samruna við WOW air og hins vegar óskilgreind hlutafjáraukning. „Hún gæti verið samþykkt óháð samruna við WOW air til að bæta til dæmis stöðuna gagnvart skuldabréfaeigendum félagsins, þó sú aukning myndi duga skammt. En það myndi sýna skuldabréfaeigendum að hluthafar standa við bakið á félaginu. Icelandair Group hefur fengið tímabundnar undanþágur gagnvart lánaskilmálum. En stjórnendur fyrirtækisins þurfa að færa sannfærandi rök fyrir hlutafjáraukningu enda er verið að þynna út hluthafa sem ekki taka þátt í henni,“ segir Sveinn. Hlutafjáraukningu þurfi ekki að svo stöddu en hann nefnir að fyrirtækið muni tapa á bilinu 50-60 milljónum dala í ár og ef farmiðaverð hækkar ekki verði næsta ár einnig erfitt. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira
Skuldabréfaeigendur WOW air, sem fjárfestu fyrir samtals 60 milljónir evra, jafnvirði 8,5 milljarða króna, í skuldabréfaútboði flugfélagsins sem lauk um miðjan september, gætu þurft að samþykkja tugprósenta afskriftir af höfuðstól sínum eigi fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW air að ná fram að ganga. Icelandair þrýstir nú mjög á að félagið taki á sig talsvert minni hluta skuldbindingarinnar, eða mögulega í kringum 70 prósent af höfuðstól bréfanna, en áður hafði verið gert ráð fyrir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigenda félagsins, dagsettu 9. nóvember, kom fram að það væri skilyrði fyrir yfirtöku Icelandair að kaupréttir þeirra að hlutafé í félaginu verði felldir niður. Þess í stað myndi WOW air bjóðast til að greiða skuldabréfin á lokagjalddaga haustið 2021 með tuttugu prósenta þóknun ofan á höfuðstólinn. Þau áform, eins og greint var frá í Markaðnum í gær, fólu þá í sér að Icelandair myndi standa undir 90 prósentum af höfuðstól skuldanna og Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, greiði það sem upp á vantar með þeim hlutabréfum sem hann kann að eignast í sameinuðu félagi. Nú mun Icelandair hins vegar hafa sett fram það skilyrði að greiðsla félagsins til skuldabréfaeigenda WOW air verði nokkuð lægri en 90 prósent og þá er veruleg óvissa um hvort Skúli geti bætt kröfuhöfum félagsins upp mismuninn. Niðurstaða áreiðanleikakönnunar mun leiða í ljós hve stóran hlut Skúli mun fá afhentan í sameinuðu félagi en hann getur verið á bilinu 1,8 til 6,6 prósent. Eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um voru íslenskir fjárfestar með 37 prósent af heildareftirspurninni í skuldabréfaútgáfu WOW air í september eða sem nemur um 22 milljónum evra. Tveir sjóðir í stýringu GAMMA Capital Management fjárfestu til dæmis fyrir samanlagt tvær milljónir evra. Bandarískir fjárfestar keyptu um fjórðunginn af útgáfunni og fjárfestar frá Norðurlöndunum 19 prósent á meðan afgangurinn – um 19 prósent – var seldur til annarra fjárfesta í Evrópu. Í bréfi sem Skúli skrifaði eigendum skuldabréfa WOW air á þriðjudag benti hann á að ýmsir þættir í rekstri og umhverfi félagsins hefðu þróast til verri vegar undanfarið sem hefði gert það að verkum að félagið þurfi nauðsynlega á fjármögnun að halda. Skúli upplýsti einnig um það í bréfinu að hann hefði sjálfur fjárfest í útboðinu fyrir um 5,5 milljónir evra, jafnvirði 770 milljóna króna. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að hinn ungverskættaði Steven Udvar-Házy hafi verið á meðal þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu. Hann er eigandi fyrirtækisins Air Lease Corporation sem á stærstan hluta þeirra véla, eða alls sjö, sem WOW air er með í rekstrarleigu.Skiljanlegt ef hluthafafundi yrði frestað „Það kæmi ekki á óvart, og í raun mjög skiljanlegt, ef hluthafafundi Icelandair yrði frestað á föstudaginn enda hafa hluthafar litlar upplýsingar undir höndum varðandi stöðu WOW air,“ segir Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Hagfræðideild Landsbankans. Tvær tillögur liggja fyrir hluthafafundi Icelandair Group. Annars vegar hlutafjáraukning vegna samruna við WOW air og hins vegar óskilgreind hlutafjáraukning. „Hún gæti verið samþykkt óháð samruna við WOW air til að bæta til dæmis stöðuna gagnvart skuldabréfaeigendum félagsins, þó sú aukning myndi duga skammt. En það myndi sýna skuldabréfaeigendum að hluthafar standa við bakið á félaginu. Icelandair Group hefur fengið tímabundnar undanþágur gagnvart lánaskilmálum. En stjórnendur fyrirtækisins þurfa að færa sannfærandi rök fyrir hlutafjáraukningu enda er verið að þynna út hluthafa sem ekki taka þátt í henni,“ segir Sveinn. Hlutafjáraukningu þurfi ekki að svo stöddu en hann nefnir að fyrirtækið muni tapa á bilinu 50-60 milljónum dala í ár og ef farmiðaverð hækkar ekki verði næsta ár einnig erfitt.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira