Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. febrúar 2018 21:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að kaupréttur Kaupskila á hlut ríkisins í Arion banka væri „fortakslaus.“ Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings en félagið á 57 prósenta hlut í Arion banka. Í síðustu viku var greint frá því að Kaupskil hygðist nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum hlut ríkisins í samræmi við kaupréttinn. Kauprétturinn kemur fram í hluthafasamkomulagi sem gert var á milli Nýja Kaupþings, þ.e. Arion banka, Kaupskila og ríkisins 3. september 2009 vegna stofnfjármögnunar Arion banka. Þar segir: „Kaupskil skal hafa kauprétt á hlutabréfum ríkisins þar sem Kaupskil hefur rétt til að kaupa hlutabréf ríkisins í Nýja Kaupþingi (Arion banka innsk.blm).“ Orðin „skal hafa (e. shall have)“ í texta hluthafasamkomulagsins eru ekki undirorpin túlkun og fela í sér skyldu fyrir ríkið. Í umræðu síðustu daga hefur verið gefið í skyn að ríkissjóður geti hafnað kaupréttinum. Eins og hann er orðaður í texta samningsins er ljóst að um er að ræða skyldu til afhendingar á hlutabréfum miðað við ákveðnar forsendur um verð sem höfðu verið teknar út þegar hluthafasamkomulagið var birt á sínum tíma. Ljóst er að ef ríkið myndi hafna virkjun kaupréttarins væri það í raun að brjóta ákvæði hluthafasamkomulagsins. Kauprétturinn er svokallaður "call option." Þetta eru í raun sambærileg réttindi og kaupréttir sem stjórnendur fjármálafyrirtækja fá til kaupa á hlutabréfum. Logi Einarson formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í nýtingu kaupréttarins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Þegar ríkið ákvað að setja framlag inn í Arion banka upp á 9,8 milljarða króna þá var þetta kaupréttarákvæði sett inn sem snýst um að að þessi aðili getur kosið að kaupa ríkið út úr Arion banka á hverjum þeim tímapunkti sem kann að koma upp. Það er að segja, kauprétturinn er fortakslaus, honum má ekki rugla saman við forkaupsrétt sem hefur auðvitað líka verið töluvert til umræðu hér í þessum sal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að kaupréttur Kaupskila á hlut ríkisins í Arion banka væri „fortakslaus.“ Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. Kaupskil er dótturfélag eignarhaldsfélagsins Kaupþings en félagið á 57 prósenta hlut í Arion banka. Í síðustu viku var greint frá því að Kaupskil hygðist nýta sér kauprétt á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á 23,4 milljarða króna. Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum hlut ríkisins í samræmi við kaupréttinn. Kauprétturinn kemur fram í hluthafasamkomulagi sem gert var á milli Nýja Kaupþings, þ.e. Arion banka, Kaupskila og ríkisins 3. september 2009 vegna stofnfjármögnunar Arion banka. Þar segir: „Kaupskil skal hafa kauprétt á hlutabréfum ríkisins þar sem Kaupskil hefur rétt til að kaupa hlutabréf ríkisins í Nýja Kaupþingi (Arion banka innsk.blm).“ Orðin „skal hafa (e. shall have)“ í texta hluthafasamkomulagsins eru ekki undirorpin túlkun og fela í sér skyldu fyrir ríkið. Í umræðu síðustu daga hefur verið gefið í skyn að ríkissjóður geti hafnað kaupréttinum. Eins og hann er orðaður í texta samningsins er ljóst að um er að ræða skyldu til afhendingar á hlutabréfum miðað við ákveðnar forsendur um verð sem höfðu verið teknar út þegar hluthafasamkomulagið var birt á sínum tíma. Ljóst er að ef ríkið myndi hafna virkjun kaupréttarins væri það í raun að brjóta ákvæði hluthafasamkomulagsins. Kauprétturinn er svokallaður "call option." Þetta eru í raun sambærileg réttindi og kaupréttir sem stjórnendur fjármálafyrirtækja fá til kaupa á hlutabréfum. Logi Einarson formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í nýtingu kaupréttarins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Þegar ríkið ákvað að setja framlag inn í Arion banka upp á 9,8 milljarða króna þá var þetta kaupréttarákvæði sett inn sem snýst um að að þessi aðili getur kosið að kaupa ríkið út úr Arion banka á hverjum þeim tímapunkti sem kann að koma upp. Það er að segja, kauprétturinn er fortakslaus, honum má ekki rugla saman við forkaupsrétt sem hefur auðvitað líka verið töluvert til umræðu hér í þessum sal,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina aftur hafa tekið völdin Formaður Miðflokksins segir að verðið fyrir hlut ríkisins á Arion banka blikni við hliðina á því tækifæri sem ríkið hafi misst af við að endurskipuleggja fjármálakerfið. 16. febrúar 2018 12:41
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02