Segir Bandaríkin óttast samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Richard Yu, forstjóri Huawei. Vísir/AFP Bandarískir stjórnmálamenn og leyniþjónustustofnanir hafa undanfarið horft grunsemdaraugum til kínverska snjallsímarisans Huawei og sagt fyrirtækið njósna um eigendur símanna fyrir kínversk yfirvöld. Meðal annarra hafa forstöðumenn leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA varað við þessu. „Þeir eru að reyna að gera þetta pólitískt og vilja halda okkur úti af því við erum of sterk samkeppni. Þeir hafa áhyggjur af okkur, við erum of sterk,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við BBC í gær. Yu sagði af og frá að Huawei hefði nokkur sérstök tengsl við kínverska ríkið eða kínverska leyniþjónustu. Fyrirtækið væri einkarekið og viðvörun Bandaríkjamannanna væri einungis pólitísks eðlis. Þá sagði Yu enn fremur að fyrirtækið stækkaði á hverju ári. Innan fimm ára yrði það ráðandi afl á heimsmarkaði og myndi brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. „Við gætum vel orðið stærst í heiminum, við erum ekki svo langt frá því,“ sagði Yu en í fyrra var markaðshlutdeild Huawei tíu prósent á heimsmarkaði samanborið við 23 prósenta hlutdeild Samsung og 15 prósent Apple. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandarískir stjórnmálamenn og leyniþjónustustofnanir hafa undanfarið horft grunsemdaraugum til kínverska snjallsímarisans Huawei og sagt fyrirtækið njósna um eigendur símanna fyrir kínversk yfirvöld. Meðal annarra hafa forstöðumenn leyniþjónustunnar CIA, alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA varað við þessu. „Þeir eru að reyna að gera þetta pólitískt og vilja halda okkur úti af því við erum of sterk samkeppni. Þeir hafa áhyggjur af okkur, við erum of sterk,“ sagði Richard Yu, forstjóri Huawei, við BBC í gær. Yu sagði af og frá að Huawei hefði nokkur sérstök tengsl við kínverska ríkið eða kínverska leyniþjónustu. Fyrirtækið væri einkarekið og viðvörun Bandaríkjamannanna væri einungis pólitísks eðlis. Þá sagði Yu enn fremur að fyrirtækið stækkaði á hverju ári. Innan fimm ára yrði það ráðandi afl á heimsmarkaði og myndi brjóta sér leið inn á Bandaríkjamarkað. „Við gætum vel orðið stærst í heiminum, við erum ekki svo langt frá því,“ sagði Yu en í fyrra var markaðshlutdeild Huawei tíu prósent á heimsmarkaði samanborið við 23 prósenta hlutdeild Samsung og 15 prósent Apple.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira