Karl Wernersson skilaði rangri skattskýrslu um aflandsfélag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Karl Wernersson vandaði sig ekki nægilega við skattskil að mati skattayfirvalda. vísir/gva Skattframtalning Karls Wernerssonar vegna aflandsfélags síns Dialog Global Investment Ltd. (DGI), sem skráð var á Bresku Jómfrúaeyjum, var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar (YSKN). Mál Karls hófst með rannsókn skattrannsóknarstjóra á haustmánuðum 2011. Tilefni rannsóknarinnar var bréf frá ríkisskattstjóra þess efnis að Karl lægi undir grun um skattsvik. Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós að „svo virtist sem félagið DGI hefði einvörðungu verið stofnað í skattasniðgönguskyni í þágu eiganda“. Í lokakafla skýrslunnar kemur fram að Karl hefði staðið skil á efnislega röngum framtölum fyrir tekjuárin 2005-2008. Rúmlega 1,1 milljarður króna frá félaginu hefði ranglega verið talinn fram sem arður en ekki sem tekjur. Þá hefðu rúmlega 327 milljóna vaxtatekjur af láni Karls til félags í eigin eigu ekki verið getið. Þá hefði Karl ekki skilað tekjuskatti af 739 milljóna hagnaði af sölu í hlutabréfum í Actavis. Ríkisskattstjóri endurákvarðaði opinber gjöld Karls fyrir tímabilið í samræmi við niðurstöður skýrslunnar að viðbættu 25 prósent álagi vegna rangra skila. Sú niðurstaða var kærð til YSKN. Nefndin staðfesti niðurstöðu Ríkisskattstjóra að hluta en nefndin féllst á kröfu Karls um að fella niður 739 milljóna söluhagnað vegna bréfa í Actavis þar sem það hefði verið Dialog Global Investment Ltd. sem stóð í viðskiptunum en ekki Karl sjálfur. Dráttarvaxta- og málskostnaðarkröfu Karls var hafnað. Úrskurður yfirskattanefndar var kveðinn upp fyrir jól en birtur fyrir helgi. Persónuupplýsingar hafa verið felldar úr honum en tilkynningar frá DGI til Kauphallarinnar koma heim og saman við upplýsingar í úrskurðinum. „Þetta er jákvætt að því leyti að það er felld úr gildi heilmikil álagning vegna söluhagnaðar en við höfum farið fram á endurupptöku hjá YSKN vegna milljónanna 1.150 sem nefndin taldi laun en ekki arð,“ segir Jón Elvar Guðmundsson, lögmaður Karls. Jón segir að í upphafi hafi málið verið skoðað hvort DGI hefði haft rekstrarheimildir til að greiða út arð. Lögð hafi verið fram gögn úr ársreikningum og upplýsingar af bankareikningum. Hjá YSKN hafi hins vegar verið deilt um hvort fyrir hafi legið ákvörðun um heimild til arðsúthlutunar. „Í skýrslu skattrannsóknarstjóra lá fyrir umboð Karls til að taka ákvörðun um úthlutun arðs fyrir félagið. Hann taldi félagið fram og lagði fram upplýsingar sem sýna fram á að allar forsendur fyrir arðsúthlutun voru fyrir hendi. Á þeim grundvelli höfum við farið fram á endurupptöku á málinu hjá YSKN,“ segir Jón. Hvað ákvörðun um vaxtagróðann varðar segir Jón það ýmsum vanköntum háð að reyna að grafa upp upplýsingar um það enda áratugur liðinn frá atvikum málsins. Reynt verði að finna gögn sem sýna fram á að greiðslurnar hafi ekki farið til Karls heldur til upphaflegs lánveitanda. Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Skattframtalning Karls Wernerssonar vegna aflandsfélags síns Dialog Global Investment Ltd. (DGI), sem skráð var á Bresku Jómfrúaeyjum, var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar (YSKN). Mál Karls hófst með rannsókn skattrannsóknarstjóra á haustmánuðum 2011. Tilefni rannsóknarinnar var bréf frá ríkisskattstjóra þess efnis að Karl lægi undir grun um skattsvik. Rannsókn skattrannsóknarstjóra leiddi í ljós að „svo virtist sem félagið DGI hefði einvörðungu verið stofnað í skattasniðgönguskyni í þágu eiganda“. Í lokakafla skýrslunnar kemur fram að Karl hefði staðið skil á efnislega röngum framtölum fyrir tekjuárin 2005-2008. Rúmlega 1,1 milljarður króna frá félaginu hefði ranglega verið talinn fram sem arður en ekki sem tekjur. Þá hefðu rúmlega 327 milljóna vaxtatekjur af láni Karls til félags í eigin eigu ekki verið getið. Þá hefði Karl ekki skilað tekjuskatti af 739 milljóna hagnaði af sölu í hlutabréfum í Actavis. Ríkisskattstjóri endurákvarðaði opinber gjöld Karls fyrir tímabilið í samræmi við niðurstöður skýrslunnar að viðbættu 25 prósent álagi vegna rangra skila. Sú niðurstaða var kærð til YSKN. Nefndin staðfesti niðurstöðu Ríkisskattstjóra að hluta en nefndin féllst á kröfu Karls um að fella niður 739 milljóna söluhagnað vegna bréfa í Actavis þar sem það hefði verið Dialog Global Investment Ltd. sem stóð í viðskiptunum en ekki Karl sjálfur. Dráttarvaxta- og málskostnaðarkröfu Karls var hafnað. Úrskurður yfirskattanefndar var kveðinn upp fyrir jól en birtur fyrir helgi. Persónuupplýsingar hafa verið felldar úr honum en tilkynningar frá DGI til Kauphallarinnar koma heim og saman við upplýsingar í úrskurðinum. „Þetta er jákvætt að því leyti að það er felld úr gildi heilmikil álagning vegna söluhagnaðar en við höfum farið fram á endurupptöku hjá YSKN vegna milljónanna 1.150 sem nefndin taldi laun en ekki arð,“ segir Jón Elvar Guðmundsson, lögmaður Karls. Jón segir að í upphafi hafi málið verið skoðað hvort DGI hefði haft rekstrarheimildir til að greiða út arð. Lögð hafi verið fram gögn úr ársreikningum og upplýsingar af bankareikningum. Hjá YSKN hafi hins vegar verið deilt um hvort fyrir hafi legið ákvörðun um heimild til arðsúthlutunar. „Í skýrslu skattrannsóknarstjóra lá fyrir umboð Karls til að taka ákvörðun um úthlutun arðs fyrir félagið. Hann taldi félagið fram og lagði fram upplýsingar sem sýna fram á að allar forsendur fyrir arðsúthlutun voru fyrir hendi. Á þeim grundvelli höfum við farið fram á endurupptöku á málinu hjá YSKN,“ segir Jón. Hvað ákvörðun um vaxtagróðann varðar segir Jón það ýmsum vanköntum háð að reyna að grafa upp upplýsingar um það enda áratugur liðinn frá atvikum málsins. Reynt verði að finna gögn sem sýna fram á að greiðslurnar hafi ekki farið til Karls heldur til upphaflegs lánveitanda.
Birtist í Fréttablaðinu Milestone-málið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira