Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR „Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira