Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR „Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira