Kaffitár selt Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 13:13 Aðalheiður Héðinsdóttir mun starfa áfram með nýjum eigendum, fari svo að viðskiptin gangi í gegn. Fréttablaðið/stefán Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en aðstandendur viðskiptanna munu ekki tjá sig nánar um málið fyrr en að samþykki stofnunarinnar liggur fyrir. Þó er haft eftir Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra Kaffitárs, í tilkynningu sem send var út vegna viðskiptanna að mikil ánægja sé í hennar röðum með þessa niðurstöðu. „Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ er haft eftir Aðalheiði sem mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015.Sjá einnig: Kaffitár sett í formlegt söluferliKaffitár rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki, auk þess sem fjögur kaffihús eru rekin undir merkjum félagsins. Þá rekur Kaffitár jafnframt framleiðslufyrirtækið Kruðerí ehf., sem er líklega þekktast fyrir tvö handverksbakarí undir sama nafni. Nýja Kaffibrennslan ehf. mun þannig taka við rekstri Kaffitárs jafnt sem Kruðerís, verði af kaupunum. Fyrirtækið varð til við samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Haft er eftir Ólafi Ó. Johnson, stjórnarformanni Nýju Kaffibrennslunnar, í sömu tilkynningu að kaupin á Kaffitár verði „öflug viðbót“ við samstöðu Ó. Johnson & Kaaber. „Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp,“ segir Ólafur. Tengdar fréttir Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli hluthafa Nýju kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf. um kaup þess fyrrnefnda á Kaffitári. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en aðstandendur viðskiptanna munu ekki tjá sig nánar um málið fyrr en að samþykki stofnunarinnar liggur fyrir. Þó er haft eftir Aðalheiði Héðinsdóttur, stofnanda og forstjóra Kaffitárs, í tilkynningu sem send var út vegna viðskiptanna að mikil ánægja sé í hennar röðum með þessa niðurstöðu. „Nýir eigendur byggja á gömlum og traustum grunni og við teljum að þeir muni leggja mikið af mörkum við að styrkja og efla starfsemina á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ er haft eftir Aðalheiði sem mun starfa áfram með nýjum eigendum í kjölfar viðskiptanna. Aðalheiður stofnaði Kaffitár árið 1990 með eiginmanni sínum, Eiríki Hilmarssyni. Kaffihúsakeðjan tapaði 10,5 milljónum króna árið 2016 borið saman við 19,7 milljóna króna tap árið 2015.Sjá einnig: Kaffitár sett í formlegt söluferliKaffitár rekur kaffibrennslu, pökkun og dreifingu sem þjónustar verslanir og fyrirtæki, auk þess sem fjögur kaffihús eru rekin undir merkjum félagsins. Þá rekur Kaffitár jafnframt framleiðslufyrirtækið Kruðerí ehf., sem er líklega þekktast fyrir tvö handverksbakarí undir sama nafni. Nýja Kaffibrennslan ehf. mun þannig taka við rekstri Kaffitárs jafnt sem Kruðerís, verði af kaupunum. Fyrirtækið varð til við samruna Kaffibrennslu Akureyrar og Kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Nýja kaffibrennslan er systurfyrirtæki heildsölu Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., sem þjónusta bæði smásölumarkaðinn og veitingahúsamarkaðinn. Haft er eftir Ólafi Ó. Johnson, stjórnarformanni Nýju Kaffibrennslunnar, í sömu tilkynningu að kaupin á Kaffitár verði „öflug viðbót“ við samstöðu Ó. Johnson & Kaaber. „Kaffitár er þekkt fyrir gæðavörur og góða þjónustu. Við teljum að við séum að stofna til sambands sem bæði félögin og ekki síst viðskiptavinir muni hljóta hag af og munum áfram byggja á því góða orðspori sem félögin hafa lagt metnað í að byggja upp,“ segir Ólafur.
Tengdar fréttir Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Kaffitár sett í formlegt söluferli Eigendur kaffihúsakeðjunnar Kaffitárs, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk bakaría og veitingastaðar, hafa sett félagið í formlegt söluferli. 18. apríl 2018 06:00