Fær ekki að athuga hvort finna megi gull í Þormóðsdal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:34 Leitað hefur verið að gulli Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar. Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar.
Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00
Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00
Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30