Fær ekki að athuga hvort finna megi gull í Þormóðsdal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:34 Leitað hefur verið að gulli Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar. Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar.
Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00
Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00
Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30