Fær ekki að athuga hvort finna megi gull í Þormóðsdal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:34 Leitað hefur verið að gulli Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar. Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar.
Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00
Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00
Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30