Fær ekki að athuga hvort finna megi gull í Þormóðsdal Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:34 Leitað hefur verið að gulli Þormóðsdal, með hléum, í yfir hundrað ár. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar. Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (UUA) hefur hafnað kröfu fyrirtækisins Iceland Resources um að ógilda ákvörðun Mosfellsbæjar sem synjaði fyrirtækinu um framkvæmdaleyfi. Fyrirtækið vildi hefja rannsóknarboranir í Þormóðsdal og kanna hvort þar mætti finna gull í nægilegu magni til að hefja námuvinnslu. Þann 26. júní 2016 sótti Iceland Resources um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum í Þormóðsdal til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Þar kom fram að fyrirtækið áætlaði að boraðar yrðu 18 rannsóknarholur á svæðinu og opnaðir fjórir skurðir. Fylgdu umsókninni upplýsingar um að Skipulagsstofnun teldi framkvæmdirnar ekki matsskyldar vegna umhverfisáhrifa. Skipulagsnefnd hafnaði umsókninni þann 6. september 2016 á þeim forsendum að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Var þá óskað eftir fundi vegna málsins og var þá endurupptökubeiðni fyrirtækisins var hafnað þar sem nefndin taldi ný gögn ekki breyta afstöðu sinni og ítrekaði að umsókn um framkvæmdaleyfi samræmdist ekki aðalskipulagi bæjarins .Ekki komið fram að rannsóknirnar væru í jarðfræðilegum tilgangiÍ úrskurði UUA segir að Iceland Resources hafi fært þau rök fyrir sínu máli að fyrirtækið hafi viljað framkvæma rannsóknarboranir í jarðfræðilegum tilgangi til að athuga við hvaða kringumstæður gull safnist fyrir í íslensku umhverfi. Rannsóknirnar væru tímabundnar og að svæðið yrði ekki fyrir varanlegum skaða af þeim. Í máli Mosfellsbæjar segir hins vegar að það hafi aldrei komið fram í umsókn fyrirtækisins að boranirnar væru hugsaðar í jarðfræðilegum tilgangi heldur hafi ávallt verið ljóst í umsóknarferlinu að boranirnar væru undanfari þess að sótt yrði um leyfi til námuvinnslu, fyndist gull í nægilegu magni til að hefja mætti vinnslu. UUA kemst að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem Iceland Resources lagði fram á fundi sínum með bæjaryfirvöldum hafi ekki verið þess eðlis að ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Því hafi ekki verið fyrir hendi skilyrði til endurupptöku og hafi það því verið rétt ákvörðun bæjarstjórnar að synja beiðni fyrirtækisins. Þá tekur nefndin fram að úrskurður í málinu hafi dregist verulega sökum mikils fjölda og umfangs mála sem skotið hefur verið til nefndarinnar.
Tengdar fréttir Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00 Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00 Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Gullleitarmenn með ný sýni kærðu synjun úr Þormóðsdal Framkvæmdastjóri Iceland Resources segir nýjar niðurstöður úr sýnum úr Þormóðsdal renna enn frekari stoðum undir að þar sé talsvert magn gulls. 3. nóvember 2017 07:00
Sækja um leyfi til gullleitar á Íslandi Iceland Resources hefur sótt um leyfi til að leita að gulli á átta stöðum á Íslandi. 23. júlí 2015 07:00
Borað eftir gulli í Þormóðsdal á næsta ári Niðurstöður rannsókna benda til þess að gull sé í jarðvegi í Þormóðsdal. Á næsta ári verður borað til rannsókna. 8. desember 2013 22:30