Óstöðugur vinnumarkaður stærsta áskorun íslensks samfélags Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júní 2018 19:00 Finnur Árnason forstjóri Haga segir að mikilvægasta atriðið til að auka samkeppnishæfni Íslands sé að tryggja aukinn stöðugleika í hagkerfinu. Þá er hann að vísa til peninastefnunnar og vinnumarkaðarins en stöðugleiki vinnumarkaðar er forsenda þess að hægt sé að halda verðbólgunni í skefjum. Vísir/Eyþór Árnason Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist nánast ómögulegt að fást við íslenskan vinnumarkað því launakröfur ólíkra hópa í samfélaginu séu svo óraunhæfar. Finnur Árnason forstjóri Haga, stærsta smásölufyrirtækis á Íslandi, segir að óstöðugur vinnumarkaður sé stærsta áskorun sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir í augnablikinu. Ein frumforsenda þess að hægt sé að sjálfstæða peninastefnu með verðbólgumarkmiði er að laun hækki ekki umfram framleiðniaukningu í hagkerfinu. Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu.Óraunhæfar kröfur Á hadegisfundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í dag gagnrýndi Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þær óraunhæfu kröfur sem ólíkir hópar gera á íslenskum vinnumarkaði í kjarasamningum. „Við hvern ætlar þú að semja? Á einu borði er fólk sem vill að menntun sé metin til launa, hér er fólk sem segir lægstu laun verða að hækka mest. Þarna er fólk sem segir, við hálaunafólkið, fólk sem nýtur hvað bestra kjara, eigum við að taka lækna sem dæmi? (Þeir segja): Nú lokum við skurðstöfunum ef við fáum ekki betri kjör! Eða hjúkrunarfræðingar, við förum bara til Svíþjóðar ef við fáum ekki meira. Eða hvað eigum við að segja, ljósmæður? Hvernig á að fást við svona vinnumarkað? Þar sem að allir, alveg sama hvort þeir eru neðst í launastiganum eða efst, þeir eru allir á einni skoðun.“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra talaði enga tæpitungu á fundi Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu í dag.Vísir/VilhelmStöðugleiki mikilvægastur til að efla samkeppnishæfni Finnur Árnason, forstjóri Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki á Íslandi, sagði í umræðum eftir fundinn að ef það ætti að draga fram eitthvað eitt atriði til að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þá væri það stöðugleiki. „Í íslenskri hagsögu er þetta auðvitað einstakt tímabil, undanfarin misseri, þar sem verið hefur stöðugleiki. Mitt innlegg í dag til stjórnvalda var að það mikilvægasta sem við gerum núna í næstu kjarasamningum er að viðhalda þessum stöðugleika,“ segir Finnur Árnason.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun