Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 20:30 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir viðskipti dagsins einnig óvenjumikil í fjárhæðum talið. Vísir/Vilhelm Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. Kaupin marka mestu heildarviðskipti á einum degi síðan föstudaginn fyrir hrun, og þá voru einnig gerð mestu viðskipti með hlutabréf í einstöku fyrirtæki á íslenskum markaði í meira en áratug. Kauphöll Íslands greindi frá umræddum metdegi í Facebook-færslu í dag. Þar kemur fram að þegar markaðir lokuðu síðdegis hafi verið gerð 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.Þrefalt meiri viðskipti fyrir tíu árumEn hvað var að gerast þennan mikla viðskiptadag fyrir rúmum tíu árum síðan?Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í samtali við Vísi að umræddur dagur hafi verið 3. október 2008, þ.e. föstudaginn áður en bankarnir féllu og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Íslands. Þann dag var heildarfjöldi viðskipta 1917 og þar af voru 527 viðskipti með Kaupþing og 465 viðskipti með Landsbankann, samkvæmt tölum frá Páli. Því er ljóst að viðskipti dagsins eru töluvert minni á báðum vígstöðvum en fyrir tíu árum, þ.e. þegar litið er til heildarviðskipta og viðskipta með hlutabréf í einstöku fyrirtæki.Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air.Vísir/VilhelmÞað sem af er ári kemst nær enginn dagur í hálfkvisti við daginn í dag, þegar litið er til markaða. Páll nefnir tvo daga, 28. ágúst og 11. september, þar sem heildarviðskipti voru 377 hvorn daginn. Flugfélögin voru meginuppspretta titringsins þá líkt og þau eru nú. Þann 28. ágúst hríðféllu hlutabréf í Icelandair en daginn áður hafði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, tilkynnt um afsögn sína eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018. Þann 11. september gætti enn fremur tíðinda í Kauphöllinni en þá lækkaði hlutabréfaverð sökum óvissu í kringum skuldabréfaútboð WOW Air. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Icelandair Group töluvert. Aðspurður segir Páll að ekki sé hægt að segja með fullri vissu hvað viðskiptin þýði þegar horft er til framtíðar. „Þegar eru svona mikil tíðindi þá bregðast markaðir gjarnan við með miklum viðskiptum. Það náttúrulega skýrir þetta. En menn horfa misjafnlega á framhaldið og þessar aðstæður. Gjarnan er sýn manna mismunandi, sumir vilja kaupa og aðrir vilja innleysa hagnaðinn, eins og gerðist í dag.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. Kaupin marka mestu heildarviðskipti á einum degi síðan föstudaginn fyrir hrun, og þá voru einnig gerð mestu viðskipti með hlutabréf í einstöku fyrirtæki á íslenskum markaði í meira en áratug. Kauphöll Íslands greindi frá umræddum metdegi í Facebook-færslu í dag. Þar kemur fram að þegar markaðir lokuðu síðdegis hafi verið gerð 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.Þrefalt meiri viðskipti fyrir tíu árumEn hvað var að gerast þennan mikla viðskiptadag fyrir rúmum tíu árum síðan?Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í samtali við Vísi að umræddur dagur hafi verið 3. október 2008, þ.e. föstudaginn áður en bankarnir féllu og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Íslands. Þann dag var heildarfjöldi viðskipta 1917 og þar af voru 527 viðskipti með Kaupþing og 465 viðskipti með Landsbankann, samkvæmt tölum frá Páli. Því er ljóst að viðskipti dagsins eru töluvert minni á báðum vígstöðvum en fyrir tíu árum, þ.e. þegar litið er til heildarviðskipta og viðskipta með hlutabréf í einstöku fyrirtæki.Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air.Vísir/VilhelmÞað sem af er ári kemst nær enginn dagur í hálfkvisti við daginn í dag, þegar litið er til markaða. Páll nefnir tvo daga, 28. ágúst og 11. september, þar sem heildarviðskipti voru 377 hvorn daginn. Flugfélögin voru meginuppspretta titringsins þá líkt og þau eru nú. Þann 28. ágúst hríðféllu hlutabréf í Icelandair en daginn áður hafði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, tilkynnt um afsögn sína eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018. Þann 11. september gætti enn fremur tíðinda í Kauphöllinni en þá lækkaði hlutabréfaverð sökum óvissu í kringum skuldabréfaútboð WOW Air. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Icelandair Group töluvert. Aðspurður segir Páll að ekki sé hægt að segja með fullri vissu hvað viðskiptin þýði þegar horft er til framtíðar. „Þegar eru svona mikil tíðindi þá bregðast markaðir gjarnan við með miklum viðskiptum. Það náttúrulega skýrir þetta. En menn horfa misjafnlega á framhaldið og þessar aðstæður. Gjarnan er sýn manna mismunandi, sumir vilja kaupa og aðrir vilja innleysa hagnaðinn, eins og gerðist í dag.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira