Steyptu bæði stjaka og kerti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2018 10:00 Frumkvöðlarnir Ásdís Ágústsdóttir, Nína Melsted Margrétardóttir, Margrét Stella Kaldalóns Sigurðardóttir, Emilía Katrín Böðvarsdóttir, Helga Lena Garðarsdóttir og Lára Sif Davíðsdóttir kynna framleiðslu sína í Smáralind í dag. Fréttablaðið/Ernir Sex bekkjarsystur úr Versló kynna eigin vörur í dag í fyrsta skipti. Það eru ilmkerti í steyptum stjökum sem þær gerðu með eigin höndum. Ein stúlknanna er Helga Lena Garðarsdóttir. „Við verðum í Smáralind milli klukkan 11 og 18 í dag ásamt mörgum framhaldsskólanemum sem taka þátt í verkefnum á vegum frumkvöðlasamtakanna Junior Achievements. Svo verða aðrir á morgun,“ segir Helga Lena og lýsir ferlinu sem þær stöllur hafa farið í gegnum sem hún segir hafa verið lærdómsríkt. „Við erum í frumkvöðlaáfanga í Versló og þar stofnuðum við fyrirtækið Rökkva Reykjavík. Það er dálítið ferli, byrjuðum á að greiða stofnunargjald, stofna reikning, skrá fyrirtækið og finna nafn sem ekki var frátekið. Leituðum að sterku kvenmannsnafni og Rökkva varð fyrir valinu því við erum með ilmkerti sem henta vel þegar fer að rökkva. Svo er svo íslenskt að vera með ö í nafninu.“ Helga Lena segir sérstöðu framleiðslunnar vera þá að ílátin undir kertin séu úr steinsteypu. „Við höfum ekki séð svoleiðis á markaðinum áður. Við steyptum stjakana sjálfar úr steypu frá BM Vallá, og það tók alveg á.“ Hún segir þær hafa verið svo heppnar að ein úr hópnum búi í hálfbyggðu húsi í Úlfarsárdal og þar hafi þær getað verið með steypuna. „Svo fórum við með stjakana í bílskúr heima hjá annarri. Þar bræddum við vaxið og helltum því í, mamma einnar í hópnum seldi okkur efni í það, hún flytur það inn og er með kertanámskeið. Þetta var heilmikið stúss.“ Þá var eftir að finna umbúðirnar. „Við fórum í fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Spírall og þar voru til pappakassar sem fyrir tilviljun pössuðu utan um kertin. Síðan hönnuðum við lógó, létum prenta þau á límmiða sem við límdum á kassana. Þetta eru innikerti, útlitið er vissulega dálítið hrátt en þannig viljum við hafa þau.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Sex bekkjarsystur úr Versló kynna eigin vörur í dag í fyrsta skipti. Það eru ilmkerti í steyptum stjökum sem þær gerðu með eigin höndum. Ein stúlknanna er Helga Lena Garðarsdóttir. „Við verðum í Smáralind milli klukkan 11 og 18 í dag ásamt mörgum framhaldsskólanemum sem taka þátt í verkefnum á vegum frumkvöðlasamtakanna Junior Achievements. Svo verða aðrir á morgun,“ segir Helga Lena og lýsir ferlinu sem þær stöllur hafa farið í gegnum sem hún segir hafa verið lærdómsríkt. „Við erum í frumkvöðlaáfanga í Versló og þar stofnuðum við fyrirtækið Rökkva Reykjavík. Það er dálítið ferli, byrjuðum á að greiða stofnunargjald, stofna reikning, skrá fyrirtækið og finna nafn sem ekki var frátekið. Leituðum að sterku kvenmannsnafni og Rökkva varð fyrir valinu því við erum með ilmkerti sem henta vel þegar fer að rökkva. Svo er svo íslenskt að vera með ö í nafninu.“ Helga Lena segir sérstöðu framleiðslunnar vera þá að ílátin undir kertin séu úr steinsteypu. „Við höfum ekki séð svoleiðis á markaðinum áður. Við steyptum stjakana sjálfar úr steypu frá BM Vallá, og það tók alveg á.“ Hún segir þær hafa verið svo heppnar að ein úr hópnum búi í hálfbyggðu húsi í Úlfarsárdal og þar hafi þær getað verið með steypuna. „Svo fórum við með stjakana í bílskúr heima hjá annarri. Þar bræddum við vaxið og helltum því í, mamma einnar í hópnum seldi okkur efni í það, hún flytur það inn og er með kertanámskeið. Þetta var heilmikið stúss.“ Þá var eftir að finna umbúðirnar. „Við fórum í fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Spírall og þar voru til pappakassar sem fyrir tilviljun pössuðu utan um kertin. Síðan hönnuðum við lógó, létum prenta þau á límmiða sem við límdum á kassana. Þetta eru innikerti, útlitið er vissulega dálítið hrátt en þannig viljum við hafa þau.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira