Íslendingar heiðraðir fyrir byggingu ársins í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Fulltrúar Verkís og ARKÍS-arkitekta, ásamt fulltrúum Asker sveitarfélagsins og byggingaverktakans Trio Entreprenør, tóku við verðlaununum á hátíðarkvöldverði norska byggingariðnaðarins á Radisson BLU Plaza hótelinu í Osló. Verkís/bygg.no Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð.Mynd/Verkís.„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. „Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. „Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi.Mynd/Verkís.Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. „Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar.Mynd/Verkís.Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. „Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð.Mynd/Verkís.„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. „Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. „Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi.Mynd/Verkís.Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. „Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar.Mynd/Verkís.Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. „Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira