Íslendingar heiðraðir fyrir byggingu ársins í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 21:00 Fulltrúar Verkís og ARKÍS-arkitekta, ásamt fulltrúum Asker sveitarfélagsins og byggingaverktakans Trio Entreprenør, tóku við verðlaununum á hátíðarkvöldverði norska byggingariðnaðarins á Radisson BLU Plaza hótelinu í Osló. Verkís/bygg.no Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð.Mynd/Verkís.„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. „Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. „Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi.Mynd/Verkís.Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. „Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar.Mynd/Verkís.Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. „Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð.Mynd/Verkís.„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. „Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. „Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi.Mynd/Verkís.Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. „Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar.Mynd/Verkís.Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. „Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn. „Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira