Ætla að koma í veg fyrir slys á sjó Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 21:05 Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“ Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira
Íslenskt hugvit mun í framtíðinni getað komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Nú þegar er orðin eftirspurn eftir þessum búnaði en prófanir og þróun fara af stað í vor. Jóhann K. Jóhannsson kynnti sér þetta öryggistæki sjófarenda í dag. Þessi tækni getur reynst vel fyrir smærri báta eins og hvalaskoðunarbáta, svokallaða Rib Safari báta og báta sem notaðir eru til löggæslu, leitar- og björgunarstarfa. „Þetta á við um alla báta sem eru á planandi skrokki og það geta verið bátar frá fimm metrum upp í tuttugu, tuttugu og fimm metra langir bátar og skip,“ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Hefring. Um lítið tæki er að ræða og breytir það litum eftir því hvernig báturinn eða skipið skellur á sjónum í öldugangi. „Þetta erum við að sjá á rauntíma. Við erum að fara að vinna í því að bæta við þetta spágildi. Þannig að þegar þú sérð rautt á skjánum, þá veistu að þú ert að koma inn á svæði eða aðstæður þar sem þú ættir að hægja á, vegna þess að fram undan geta verið skilyrði sem munu framkalla högg á rauðan mælikvarða.“ Björn stofnaði fyrirtæki í kringum nýsköpunina ásamt tveimur öðrum en þeir þrír vinna samhliða þessu hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig og er leiðandi í smíði bátsskrokka. Þá hugmynd sem unnið er með í þessu tilfelli er hvergi að finna og því var sótt um einkaleyfi á heimsvísu síðastliðið haust. „Það sem að kannski hratt þessu að einhverju leyti af stað var þegar við sáum fyrirsögn í frétt sem að orðrétt minnir mig að hafi verið: Heyrði hrygginn í mér brotna. Það er alveg nóg að eitt slys segi okkur að það þurfi að gera eitthvað.“ Björn segir að hér á landi verði 4-6 slys á ári þar sem fólk slasast á hrygg vegna öldugangs en rannsóknir hafa sýnt að þessi slys geti verið allt að 50% fleiri þar sem ekki er tilkynnt um þau. Hefring skrifaði í gær undir samstarfssamning við Tryggingamiðstöðina sem leggur til fjármuni við frekari þróun en næsta vor munu fimmtán báta og skip fá búnaðinn til reynslu. Sömuleiðis var skrifað undir samstarfssamning við Envo sem rannsakað hefur hröðun og álag á sjómenn og búnað síðastliðin 25 ár og koma gögn til með að hjálp við þróun búnaðarins. Björn segir mikinn áhuga þegar á þessum öryggisbúnaði. „Allavega miðað við þær undirtektir sem við höfum fengið hér. Þær hvetja okkur áfram og við erum þegar komnir í samband við aðila, til dæmis í Bandaríkjunum, sem hafa áhuga á að fá þennan búnað til prufu núna strax í haust.“
Mest lesið Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Fleiri fréttir Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum Sjá meira